Sveitarstjórnarkosningar 2026
Skil á framboðum
Mikilvægt er að framboð kynni sér hvenær og hvernig yfirkjörstjórnir sveitarfélaga taka á móti framboðum í því sveitarfélagi sem bjóða á fram í.
Gögn sem þurfa að fylgja framboðum:
Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna og listabókstaf þeirra, samkvæmt skrá dómsmálaráðuneytisins.
Ef stjórnmálasamtök hafa ekki listabókstaf skal óska eftir honum við yfirkjörstjórn sveitarfélagsins.
Upplýsingar um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra.
Framboðslisti ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð.
Yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í sveitarfélaginu - meðmæli.
Í mörgum sveitarfélögum verður rafræn söfnun meðmæla möguleg.
Hægt er að taka skýrslu út úr meðmælakerfinu og skila með eða tiltaka ef meðmælum var safnað rafrænt.
Ef meðmælum er safnað á pappír þarf að skila frumriti til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins.
Mælst er til þess að frambjóðendur númeri hverja blaðsíðu og slái inn kennitölur meðmælenda í rafræna meðmælakerfið ef við á til þess að auðvelda yfirferð.