Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fyrir kjörstjórnir

Tímalína fyrir yfirkjörstjórnir sveitarfélaga vegna kosninga til sveitarstjórna 16. maí 2026.

  • 3. mars - Rafrænt meðmælakerfi opnar.

    • Yfirkjörstjórn sveitarfélagsins þarf að taka ákvörðun, áður en kerfið opnar, hvort hægt verði að safna meðmælum rafrænt í sveitarfélaginu. Landskjörstjórn gefur út leiðbeiningar um notkun rafræna meðmælakerfisins jafnframt því að halda fræðslufund um efnið.

  • Yfirkjörstjórn auglýsir tímanlega hvar og hvenær hún tekur við framboðum. Auglýsinguna skal birta á vef sveitarfélagsins og víðar telji yfirkjörstjórn ástæðu til.

  • 8. apríl - Viðmiðunardagur kjörskrár

  • 10. apríl kl. 12:00 - Framboðsfrestur rennur út.

  • 13. apríl - eigi síðar en kl. 16:00 - Yfirkjörstjórn tilkynnir um gild framboð.

  • Eigi síðar en 16. apríl - Yfirkjörstjórn auglýsir framboðslista.

  • 17. apríl - Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst.

  • Eigi síðar en 25. apríl

    • Skal kjörskrá vera aðgengileg á skrifstofu sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað.

    • Sveitarstjórn ákveður kjörstað.

      • Yfirkjörstjórn skal auglýsa kjörstað og opnunartíma með nægum fyrirvara og á þann hátt á hverjum stað sem venja er þar að birta opinberar auglýsingar. Jafnframt skal hún auglýsa aðsetur sitt þar sem hún dvelst meðan kosning fer fram.

      • Yfirkjörstjórn skal auglýsa með nægum fyrirvara á undan kosningum hvar og hvenær talning atkvæða fer fram.

  • Þegar úrslit liggja fyrir:

    • Skal yfirkjörstjórn tilkynna hinum kjörnu aðalfulltrúum og varamönnum um úrslit kosninganna og að þeir hafi hlotið kosningu til setu í sveitarstjórn. (Tilkynninguna má senda í stafrænt pósthólf á vegum stjórnvalda). Jafnframt skal yfirkjörstjórn senda nýkjörinni sveitarstjórn greinargerð um úrslit kosninganna.

    • Úrslitum kosninganna lýst.
      Þegar nýkjörnum fulltrúum hefur verið tilkynnt um kjörið skal yfirkjörstjórn sveitarfélags lýsa úrslitum kosninganna með því að birta á vef sveitarfélagsins upplýsingar um úrslitin og hverjir náðu kosningu sem aðalmenn og hverjir eru varamenn.

    • Innan þriggja daga frá því að úrslitum er lýst skal yfirkjörstjórn skila landskjörstjórn kosningaskýrslu, á eyðublaði sem landskjörstjórn lætur í té, þar sem gerð er grein fyrir úrslitum kosninganna