Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fyrir framboð

Framboðsfresti lýkur klukkan 12:00 föstudaginn 10. apríl 2026.

Fyrirkomulag á skilum framboðsgagna er mismunandi eftir sveitarfélögum.

Hver má bjóða sig fram?

  • Hver sá sem hefur kosningarrétt í sveitarfélaginu og hefur óflekkað mannorð.

  • Kosningarrétt hafa:
    • Íslenskir og norrænir ríkisborgarar sem hafa lögheimili á Íslandi og eru orðnir 18 ára á kjördag.

    • Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi í 3 ár samfellt fyrir kjördag og eru orðnir 18 ára á kjördag.

    • Íslenskir námsmenn sem búa á Norðurlöndunum og eru með lögheimili sitt skráð í

      • Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi, Svíþjóð.

        • Kosningarrétturinn gildir í því sveitarfélagi sem þeir áttu síðast skráð lögheimili. Sama gildir um maka og börn þeirra sem dveljast með þeim í viðkomandi landi.

    • Athugið!
      Til að námsmenn á Norðurlöndunum geti kosið í sveitarstjórnarkosningum þurfa þeir að sækja um til Þjóðskrár að vera tekin á kjörskrá í síðasta lagi 40 dögum fyrir kjördag. Senda þarf inn nýja umsókn fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar og henni þarf að fylgja staðfesting á námsvist.