Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Meðferðarúrræði og hlutverk BOFS

Meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri eru i höndum Barna- og fjölskyldustofu. Ástæður meðferðar geta verið margvíslegar, m.a. ýmiskonar hegðunarvandi, notkun vímuefna, afbrotahegðun og ofbeldi. Meðferð getur farið fram innan heimilis eða á meðferðarheimili. Starfsfólk barnaverndar getur sótt um úrræði fyrir börn og fjölskyldur.

Meðferðarúrræði BOFS

Meðferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu eru aðgengileg börnum, ungmennum og fjölskyldum sem hafa fengið aðstoð frá barnaverndarþjónustu í sínu sveitarfélagi og þar er metin þörf á frekari úrræðum.

Meðferðarúrræðin eru stigskipt og sértæk eftir tegund vandans. Eftirfarandi eru meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu:

MST viðtalsmeðferð fyrir börn með hegðunar- og fíknivanda 

MST fjölkerfameðferð er meðferðarúrræði fyrir börn á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. Meðferðin sem felst í ráðgjöf og stuðningi frá sérhæfðum meðferðaraðila fer fram innan heimilis og felst fyrst og fremst í að auka færni foreldra til að takast á við vanda barna sinna.

Lesa nánar um MST fjölkerfameðferð

Meðferðarheimili

Barna- og fjölskyldustofa sér um rekstur meðferðarheimila fyrir ungmenni. Heimilunum er ætlað að styðja við ungmenni með alvarlegan hegðunar- og fíknivanda í þeim tilvikum sem stuðningur inni á heimilum dugir ekki til.

Lesa nánar um meðferðarheimili BOFS

SÓK meðferð - Sálfræðiþjónusta fyrir börn vegna óviðeigandi kynhegðunnar

SÓK-meðferð er sálfræðiþjónusta fyrir börn vegna óviðeigandi kynhegðunar sem felst í því að styðja við barnið og draga úr neikvæðum afleiðingum hegðunarinnar og minnka líkur á því að hegðunin endurtaki sig. Meðferðin er mismunandi eftir umfangi, aldri og þroska barns.

Lesa nánar um SÓK-meðferð

Hlutverk BOFS

Markmið Barna- og fjölskyldustofu er að vinna að velferð barna. Meginhlutverk stofnunarinnar er að veita og styðja við þjónustu í þágu barna og stuðla að gæðaþróun í samræmi við bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma.

Í því felst m.a. uppbygging og yfirstjórn heimila, stofnana og sérhæfðra úrræða fyrir börn og ungmenni.