Fara beint í efnið
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða
Barna- og fjölskyldustofa Forsíða

Barna- og fjölskyldustofa

Meðferðarheimili

Barna- og fjölskyldustofa sér um rekstur meðferðarheimila fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan hegðunar- og fíknivanda.

Meðferðardeild Stuðla

Á meðferðardeild eru rými fyrir sex ungmenni í senn. Almennt er gert ráð fyrir að meðferð standi yfir í um átta til tólf vikur þó hvert mál sé metið sjálfstætt.

Stuðningsheimili

Stuðningsheimili stendur þeim ungmennum til boða sem hafa farið í meðferð á Stuðlum, og mögulega í önnur úrræði, en þurfa að þeim loknum á frekari stuðningi að halda.

Meðferðarheimilið Bjargey

Bjargey sinnir áframhaldandi meðferð fyrir ungmenni sem lokið hafa meðferð á Stuðlum en þurfa á frekari meðferð að halda. Á meðferðarheimilinu eru rými fyrir 6 ungmenni í senn og er gert ráð fyrir vistun til 6 mánaða.

Neyðarvistun

Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði fyrir ungmenni sem stofna sjálfum sér eða öðrum í hættu. Hámarksvistunartími er fjórtán sólahringar. Markmið er að hafa vistunartíma ekki lengri en þörf krefur.