Fræðsla um blóð
Blóðflokkarnir
Blóðflokkarnir eru A, B, O og AB. Blóð er einnig flokkað eftir Rhesus þætti. Þó að ABO og Rhesus blóðflokkarnir séu mikilvægastir við blóðinngjafir geta margir aðrir blóðflokkar valdið aukaverkun við blóðinngjöf.
Samsetning blóðsins
Heilblóð samanstendur af rauðum blóðkornum, hvítum blóðkornum, blóðflögum og blóðvökva. Eftir blóðgjöf er blóðinu skipt upp í þessa blóðhluta með skilvindu.
Leið blóðsins
Upplýsingar um leið blóðsins frá því að blóðgjafi mætir í blóðgjöf og þangað til að blóðþegi fær blóðið með inngjöf.
NánarJárn í blóði
Stofnfrumur
Járn í blóði
Járn og blóðrauði eru mæld í blóði við hverja blóðgjöf. Tilgangur eftirlitsins er að koma í veg fyrir járnskort en við blóðgjöf tapast u.þ.b. 250 mg járns úr líkamanum.
Stofnfrumur
Blóðmyndandi stofnfrumur er að finna í beinmerg og eru þær forverar allra blóðfruma. Þær geta þroskast í sérhæfðari frumur svo sem rauð og hvít blóðkorn og blóðflögur í samræmi við þarfir líkamans.