Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 21. nóv. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 1. jan. 2023

260/2017

Reglugerð um starfstíma framhaldsskóla.

1. gr.

Árlegur starfstími nemenda í framhaldsskólum skal miðast við 180 kennslu- og námsmatsdaga. Skólameistari ákveður, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, upphaf og lok skólastarfs ár hvert á bilinu 18. ágúst - 31. maí. Hann skal tilkynna kennurum og nemendum þá ákvörðun fyrir lok næsta skólaárs á undan.

Skólameistari ákveður, að höfðu samráði við skólaráð og almennan kennarafund, hvernig fyrrnefndir 180 dagar skiptast milli kennslu og námsmats og helgast það af skólastarfi og námsmatsaðferðum skólans.

2. gr.

Vilji skóli starfrækja sumarönn skal hann leita heimildar mennta- og menningarmálaráðherra. Um starfsemi framhaldsskóla á sumarönn fer samkvæmt námskrá handa framhaldsskólum og gildandi lögum og reglugerðum um starfsemi þeirra.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 15. laga nr. 92/2008, um framhaldsskóla, og öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi reglugerð nr. 6/2001, um starfstíma framhaldsskóla og leyfisdaga.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.