Prentað þann 28. nóv. 2024
162/2006
Reglugerð um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár, sjálfseignarstofnanaskrár, almannaheillafélagaskrár, firmaskrár o.fl.
I. KAFLI Gjaldtaka fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár, sjálfseignarstofnanaskrár, almannaheillafélagaskrár, firmaskrár o.fl.
1. gr.
Ríkisskattstjóri skal taka gjald fyrir útgáfu kennitölu, skráningu í fyrirtækjaskrá, hlutafélagaskrá, samvinnufélagaskrá, sjálfseignarstofnanaskrá, almannaheillafélagaskrá, firmaskrá o.fl. og fyrir afhendingu vottorða, upplýsinga og gagna úr skránum eftir því sem nánar er kveðið á um í þessum kafla.
Engin gjaldtaka skal þó vera fyrir aðgang að upplýsingum skv. 4. gr.
2. gr.
Gjald fyrir útgáfu kennitölu og skráningu í fyrirtækjaskrá | kr. | 5.000 | |
Gjald fyrir afhendingu gagna á pappír er sem hér segir: | |||
1. | Endurrit eða ljósrit af samþykktum, stofnsamningum, | kr. | 1.500 |
stofnfundargerðum, aukatilkynningum eða öðrum gögnum | |||
2. | Vottorð um einstök hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög o.fl. skv. tölvuskráðum upplýsingum | kr. | 1.500 |
3. | Sérútbúið vottorð | kr. | 3.000 |
Gjald fyrir afhendingu gagna í vefverslun á upplýsingasíðu Skattsins er sem hér segir: | |||
1. | Rafrænt innsigluð endurrit eða ljósrit af samþykktum, | kr. | 1.000 |
stofnsamningum, stofnfundargerðum, aukatilkynningum | |||
eða öðrum gögnum | |||
2. | Rafrænt innsigluð vottorð um einstök hlutafélög, einkahlutafélög | kr. | 1.000 |
samvinnufélög o.fl. skv. tölvuskráðum upplýsingum |
3. gr.
Við skráningu í fyrirtækjaskrá, skv. 1. tölul. 2. gr. skal auðkenna skráðan aðila með kennitölu. Menn með eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skulu þó auðkenndir í fyrirtækjaskrá með kennitölu þeirra samkvæmt þjóðskrá.
4. gr.
Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram við uppflettingu á vef Skattsins, vefþjónustu eða sambærilegu vefviðmóti, eftir því sem við á um viðkomandi félagaform:
- heiti félags og útibú tilgreind ef við á,
- erlent aukheiti,
- rekstrarform,
- kennitala,
- heimilisfang,
- póstfang,
- stofndagur og/eða skráningardagur,
- nöfn, kennitölur og lögheimili stjórnar- og varastjórnarmanna,
- nöfn, kennitölur og lögheimili félagsmanna sameignar- og samlagsfélaga,
- nöfn, kennitölur og lögheimili útibússtjóra,
- nöfn, kennitölur og lögheimili framkvæmdastjóra,
- nöfn, kennitölur og lögheimili prókúruhafa,
- hverjir riti firmað,
- nöfn, kennitölur og lögheimili endurskoðenda eða skoðunarmanna,
- atvinnugreinaflokkun,
- slit félags,
- hlutafé eða stofnfé,
- hvort lausnarskylda sé á hlutum eða hömlur á meðferð hlutabréfa ef við á,
- dagsetning samþykkta eða félagssamnings,
- tilgangur félags,
- reikningsár,
- fjárhæð hluta og atkvæðisréttur hluthafa,
- hvort nokkrum hlutum í félaginu skuli fylgja sérstök réttindi,
- hverjar þær upplýsingar sem fyrirtækjaskrá telur nauðsynlegt eða hagkvæmt að birta vegna hagsmuna opinberra aðila eða miðlunar upplýsinga til opinberra aðila, fyrirtækja og almennings.
5. gr.
Í sérvottorði skv. 4. tölul. 2. gr. koma fram sérgreindar umbeðnar upplýsingar um einstök hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og almannaheillafélög, sem teknar eru saman sérstaklega í hverju einstöku tilviki.
6. gr.
Ríkisskattstjóra er heimilt að gera samning um tengingu við vefgátt eða sambærilegt viðmót vegna aðgangs að upplýsingum skv. 4. gr. til eigin nota viðsemjanda á grundvelli notkunar hans. Uppfletting skal vera gjaldfrjáls, sbr. 2. mgr. 1. gr.
7. gr.
Með samningi við ríkisskattstjóra getur fyrirtæki eða stofnun fengið rafrænan aðgang að gagnagrunni fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár, samvinnufélagaskrár, sjálfseignarstofnanaskrár, almannaheillafélagaskrár og firmaskrár og heimild til miðlunar tiltekinna upplýsinga úr skránum til annarra. Gjaldtaka fyrir slíka heimild skal vera:
1. | Stofngjald/tengigjald | kr. | 195.900 |
2. | Mánaðarlegt þjónustugjald | kr. | 9.900 |
3. | Fyrir sérhvert vefkall þar sem sóttar eru samþykktir, | kr. | 1.000 |
stofnsamningar, stofnfundargerðir, aukatilkynningar | |||
eða önnur gögn | |||
4. | Uppfletting upplýsinga skv. 4. gr. | kr. | 0 |
II. KAFLI Gjöld í ríkissjóð.
8. gr.
Um gjaldtöku fyrir skráningu félaga, sjóða og stofnana, og skráningu breytinga fer að öðru leyti eftir lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs.
III. KAFLI Ýmis ákvæði.
9. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá, 22. gr. laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs með síðari breytingum, 2. mgr. 147. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 með síðari breytingum, 2. mgr. 121. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum og 2. mgr. 10. gr. laga um samvinnufélög nr. 22/1991, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma falla úr gildi reglugerð nr. 474/2003, um útgáfu kennitölu við skráningu í fyrirtækjaskrá og reglugerð nr. 94/1998, um aðgang að hlutafélagaskrá og samvinnufélagaskrá og gjaldtöku.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.