Prentað þann 28. nóv. 2024
162/2006
Reglugerð um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár og samvinnufélagaskrár.
I. KAFLI Gjaldtaka fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár og samvinnufélagaskrár.
1. gr.
Ríkisskattstjóri skal taka gjald fyrir skráningu í fyrirtækjaskrá, hlutafélagaskrá, samvinnufélagaskrá o.fl. og fyrir vottorð og afhendingu upplýsinga úr skránum eftir því sem nánar er kveðið á um í þessum kafla.
2. gr.
1. | Skráningargjald og útgáfa kennitölu í fyrirtækjaskrá | kr. | 5.000 |
2. | Tölvuskráð útskrift um einstök hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög o.fl. | kr. | 700 |
3. | Vottorð um einstök hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög o.fl. skv. tölvuskráðum upplýsingum | kr. | 1.000 |
4. | Sérvottorð | kr. | 1.800 |
5. | | kr. | |
6. | | kr. | |
3. gr.
Við skráningu í fyrirtækjaskrá, skv. 1. tölul. 2. gr. skal auðkenna skráðan aðila með kennitölu. Menn með eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi skulu þó auðkenndir í fyrirtækjaskrá með kennitölu þeirra samkvæmt þjóðskrá.
4. gr.
Í vottorði skv. 3. tölul. 2. gr. kemur fram heiti félags, heimilisfang, kennitala og póstfang. Jafnframt eru útibú tilgreind ef til eru. Þá er getið um rekstrarform, stjórn félagsins, framkvæmdastjóra, prókúruhafa, hverjir riti firmað, endurskoðendur og atvinnugreinaflokkun. Hlutafé eða stofnfé er tilgreint, lausnarskylda á hlutum og hömlur á meðferð hlutabréfa ef við á. Tilgangi félagsins er einnig lýst.
5. gr.
Í sérvottorði skv. 4. tölul. 2. gr. koma fram sérgreindar umbeðnar upplýsingar um einstök hlutafélög, einkahlutafélög og samvinnufélög, sem teknar eru saman sérstaklega í hverju einstöku tilviki.
6. gr.
Með samningi við ríkisskattstjóra getur fyrirtæki eða stofnun fengið rafrænt afrit af gagnagrunni fyrirtækjaskrár til eigin nota og/eða miðlunar tiltekinna upplýsinga úr skránni til annarra. Gjaldtaka fyrir slíka heimild skal vera:
Fyrir afrit af fyrirtækjaskrá eða rafræna miðlun:
1. | Árgjald fyrir rafrænt afrit gagna úr fyrirtækjaskrá | kr. | 100.800 |
Fyrir úrtak sem inniheldur nöfn og heimilisföng fyrirtækja:
1. | Lágmarksgjald fyrir 500 fyrirtæki eða færri | kr. | 3.500 |
2. | Fyrir hvert fyrirtæki umfram 500 og upp í 2.000 | kr. | 5 |
3. | Fyrir hvert fyrirtæki umfram 2.000 | kr. | 3 |
Fyrir rafræna miðlun (uppflettingu):
1. | Fyrir hverja rafræna uppflettingu í afriti gagnagrunns | kr. | 4 |
Fyrir afrit af fyrirtækjaskrá til miðlunar um miðlægt upplýsingakerfi:
1. | Þegar 5 fyrirtæki eða færri fá aðgang að skránni er árgjald fyrir hvert þeirra | kr. | 100.800 |
2. | Árgjald næstu 5 fyrirtækja sem fá aðgang að skránni er fyrir hvert þeirra | kr. | 50.400 |
3. | Árgjald vegna hvers fyrirtækis umfram 10 sem fá aðgang að skránni er fyrir hvert þeirra | kr. | 25.200 |
Fyrir úrtak sem að auki inniheldur nöfn framkvæmdastjóra/forráðenda:
1. | Lágmarksgjald fyrir 500 fyrirtæki eða færri | kr. | 5.000 |
2. | Fyrir hvert fyrirtæki umfram 500 og upp í 2.000 | kr. | 7 |
3. | Fyrir hvert fyrirtæki umfram 2.000 | kr. | 5 |
7. gr.
Með samningi við ríkisskattstjóra getur fyrirtæki eða stofnun fengið rafrænan aðgang að gagnagrunni hlutafélagaskrár og samvinnufélagaskrár og heimild til miðlunar tiltekinna upplýsinga úr skránum til annarra. Gjaldtaka fyrir slíka heimild skal vera:
1. | Árgjald miðlara sem innifelur 600 uppflettingar í gagnagrunninum | kr. | 180.000 |
2. | Fyrir hverja uppflettingu | kr. | 300 |
3. | Fyrir hverja uppflettingu umfram 2.500 og allt að 5.000 á mánuði | kr. | 285 |
4. | Fyrir hverja uppflettingu umfram 5.000 og allt að 7.500 á mánuði | kr. | 270 |
5. | Fyrir hverja uppflettingu umfram 7.500 og allt að 15.000 á mánuði | kr. | 255 |
6. | Fyrir hverja uppflettingu umfram 15.000 á mánuði | kr. | 240 |
7. | Fyrir afrit af heildarskrá yfir hlutafélög og/eða samvinnufélög skal greiða fyrir hvert félag í skránni | kr. | 240 |
8. | Fyrir hverja uppfærslu á félagi í heildarskrá, sbr. 7. tl., skal greiða | kr. | 300 |
9. | Fyrir hverja uppflettingu aukatilkynninga samþykkta, stofnsamninga og stofnfundargerða | kr. | 1.000 |
II. KAFLI Gjöld í ríkissjóð.
8. gr.
Ríkisskattstjóri skal á grundvelli laga um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991, með síðari breytingum, innheimta í ríkissjóð gjöld sem hér segir:
1. | Fyrir skráningu hlutafélags og samvinnufélags | kr. | 165.000 |
2. | Fyrir skráningu erlends félags (útibús) | kr. | 165.000 |
3. | Fyrir skráningu einkahlutafélags og sjálfseignarstofnunar sem stundar atvinnurekstur | kr. | 82.500 |
4. | Fyrir umskráningu einkahlutafélags í hlutafélag | kr. | 82.500 |
5. | Fyrir umskráningu hlutafélags í einkahlutafélag | kr. | 5.500 |
6. | Fyrir aukatilkynningu og skráningu breytinga | kr. | 1.100 |
III. KAFLI Ýmis ákvæði.
9. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá, 22. gr. laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs með síðari breytingum, 2. mgr. 147. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 með síðari breytingum, 2. mgr. 121. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum og 2. mgr. 10. gr. laga um samvinnufélög nr. 22/1991, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma falla úr gildi reglugerð nr. 474/2003, um útgáfu kennitölu við skráningu í fyrirtækjaskrá og reglugerð nr. 94/1998, um aðgang að hlutafélagaskrá og samvinnufélagaskrá og gjaldtöku.
Fjármálaráðuneytinu, 8. febrúar 2006.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Maríanna Jónasdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.