Prentað þann 28. nóv. 2024
455/2007
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 162/2006, um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár og samvinnufélagaskrár.
1. gr.
5. og 6. tl. 2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
5. tl. Fyrir hverja ljósritaða blaðsíðu allt að 20 | kr. | 50 |
6. tl. Fyrir hverja ljósritaða blaðsíðu umfram 20 | kr. | 40 |
2. gr.
2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
a. | Orðin "eða rafræna miðlun" í fyrirsögn 2. mgr. 6. gr. falla brott. | |||
b. | Á eftir 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein svohljóðandi: | |||
Fyrir afrit af fyrirtækjaskrá til miðlunar um miðlægt upplýsingakerfi: | ||||
1. | Þegar 5 fyrirtæki eða færri fá aðgang að skránni er árgjald fyrir hvert þeirra | kr. | 100.800 | |
2. | Árgjald næstu 5 fyrirtækja sem fá aðgang að skránni er fyrir hvert þeirra | kr. | 50.400 | |
3. | Árgjald vegna hvers fyrirtækis umfram 10 sem fá aðgang að skránni er fyrir hvert þeirra | kr. | 25.200 | |
c. | 2. tl. 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður 4. mgr. með svohljóðandi fyrirsögn: | |||
Fyrir rafræna miðlun (uppflettingu): |
3. gr.
7. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
a. | Á eftir orðinu "árgjald" í 1. tl. kemur: miðlara. | |||
b. | 2. tl. fellur niður. | |||
c. | 3. tl. verður 9. tl. Á eftir orðinu "uppflettinga" kemur: aukatilkynninga,. | |||
d. | Við 7. gr. reglugerðarinnar bætast nýir töluliðir, 2., 3., 4., 5., 6., 7. og 8. tl., svohljóðandi: | |||
2. | Fyrir hverja uppflettingu allt að 2.500 á mánuði | kr. | 300 | |
3. | Fyrir hverja uppflettingu umfram 2.500 og allt að 5.000 á mánuði | kr. | 285 | |
4. | Fyrir hverja uppflettingu umfram 5.000 og allt að 7.500 á mánuði | kr. | 270 | |
5. | Fyrir hverja uppflettingu umfram 7.500 og allt að 15.000 á mánuði | kr. | 255 | |
6. | Fyrir hverja uppflettingu umfram 15.000 á mánuði | kr. | 240 | |
7. | Fyrir afrit af heildarskrá yfir hlutafélög og/eða samvinnufélög skal greiða fyrir hvert félag í skránni | kr. | 240 | |
8. | Fyrir hverja uppfærslu á félagi í heildarskrá, sbr. 7. tl., skal greiða | kr. | 300 |
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá, 22. gr. laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs með síðari breytingum, 2. mgr. 147. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 með síðari breytingum, 2. mgr. 121. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum og 2. mgr. 10. gr. laga um samvinnufélög nr. 22/1991, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 8. maí 2007.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Sóley Ragnarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.