Fara beint í efnið

Prentað þann 25. jan. 2022

Breytingareglugerð

455/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 162/2006, um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár og samvinnufélagaskrár.

1. gr.

5. og 6. tl. 2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

5. tl. Fyrir hverja ljósritaða blaðsíðu allt að 20 kr. 50
6. tl. Fyrir hverja ljósritaða blaðsíðu umfram 20 kr. 40

2. gr.

2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

a. Orðin "eða rafræna miðlun" í fyrirsögn 2. mgr. 6. gr. falla brott.
b. Á eftir 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein svohljóðandi:
Fyrir afrit af fyrirtækjaskrá til miðlunar um miðlægt upplýsingakerfi:
1. Þegar 5 fyrirtæki eða færri fá aðgang að skránni er árgjald fyrir hvert þeirra kr. 100.800
2. Árgjald næstu 5 fyrirtækja sem fá aðgang að skránni er fyrir hvert þeirra kr. 50.400
3. Árgjald vegna hvers fyrirtækis umfram 10 sem fá aðgang að skránni er fyrir hvert þeirra kr. 25.200
c. 2. tl. 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður 4. mgr. með svohljóðandi fyrirsögn:
Fyrir rafræna miðlun (uppflettingu):

3. gr.

7. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

a. Á eftir orðinu "árgjald" í 1. tl. kemur: miðlara.
b. 2. tl. fellur niður.
c. 3. tl. verður 9. tl. Á eftir orðinu "uppflettinga" kemur: aukatilkynninga,.
d. Við 7. gr. reglugerðarinnar bætast nýir töluliðir, 2., 3., 4., 5., 6., 7. og 8. tl., svohljóðandi:
2. Fyrir hverja uppflettingu allt að 2.500 á mánuði kr. 300
3. Fyrir hverja uppflettingu umfram 2.500 og allt að 5.000 á mánuði kr. 285
4. Fyrir hverja uppflettingu umfram 5.000 og allt að 7.500 á mánuði kr. 270
5. Fyrir hverja uppflettingu umfram 7.500 og allt að 15.000 á mánuði kr. 255
6. Fyrir hverja uppflettingu umfram 15.000 á mánuði kr. 240
7. Fyrir afrit af heildarskrá yfir hlutafélög og/eða samvinnufélög skal greiða fyrir hvert félag í skránni kr. 240
8. Fyrir hverja uppfærslu á félagi í heildarskrá, sbr. 7. tl., skal greiða kr. 300

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 17/2003, um fyrirtækjaskrá, 22. gr. laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs með síðari breytingum, 2. mgr. 147. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 með síðari breytingum, 2. mgr. 121. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum og 2. mgr. 10. gr. laga um samvinnufélög nr. 22/1991, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 8. maí 2007.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Sóley Ragnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.