Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Um Stafrænt pósthólf

Einstaklingar og lögaðilar eiga sitt stafræna pósthólf. Þar eru birtar sértækar, persónulegar upplýsingar og skilaboð frá hinu opinbera til einstaklinga og fyrirtækja.

Listi yfir aðila og gögn sem þeir birta í stafræna pósthólfinu.

Mitt stafræna pósthólf

Stafrænt pósthólf - kynningarmyndband

Stafræna spjallið, myndband - Stafrænt pósthólf Ísland.is

Samkvæmt þriggja ára áætlun og lögum um stafrænt pósthólf er öllum opinberum aðilum skylt að bjóða uppá stafrænar birtingar eigi síðar en 1. janúar 2025. Með lögunum er fest í sessi sýn stjórnvalda um að meginboðleið samskipta við einstaklinga og lögaðila verði stafræn og miðlæg á einum stað, gegnum Stafrænt pósthólf á Ísland.is.

Unnin hefur verið áætlun um innleiðingu stafræna pósthólfsins fyrir stofnanir sem miðar að því að árið 2025 geti einstaklingar og fyrirtæki nálgast öll helstu gögn frá hinu opinbera í pósthólfinu.

Stafræna pósthólfið er lokað svæði á Ísland.is. Þar eru birtar sértækar, persónulegar upplýsingar og skilaboð frá hinu opinbera til einstaklinga og fyrirtækja. Allir einstaklingar og fyrirtæki með íslenska kennitölu (líka kerfiskennitölu) eiga sitt pósthólf.

Hvernig opnar fyrirtæki sitt stafræna pósthólf?

Prókúruhafar fyrirtækja opna pósthólfið með sínum persónulegu rafrænu skilríkjum og skipta yfir á fyrirtækið á Mínum síðum Ísland.is. Prókúruhafi getur veitt öðrum í fyrirtækinu aðgang að pósthólfinu. Skatturinn sér um skráningu á prókúruhöfum.

Pósthólf fyrir einstaklinga