Námslán og styrkir, almennar upplýsingar
Námsmenn sem stunda lánshæft nám geta fjármagnað nám sitt með lánum frá Menntasjóði námsmanna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá geta námsmenn á efri skólastigum fengið styrki eða leitað í ýmsa sjóði á vegum stofnana, fyrirtækja, samtaka og einstaklinga.
Námslán
Sjóðurinn veitir námslán til framhaldsnáms við viðurkennda skóla eða menntastofnanir sem veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Sjóðnum er heimilt að veita námslán til starfs- og aðfararnáms. Frekari upplýsingar er að finna á vef sjóðsins.
Menntasjóður námsmanna veitir framfærslulán og skólagjaldalán til námsmanna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá tekjur sjóðurinn tillit til fjölskylduaðstæðna námsmanna þegar kemur að húsnæðiskostnaði og framfærslu barna. Námslán eru greidd út mánaðarlega. Hámarks heildarupphæð skólagjalda fyrir alla námsferla kemur fram í lánareglum sjóðsins en ekki er hægt að fá meira en 1/3 af hámarks skólagjaldaláni í grunnnámi á námsári. Nánari skil er að finna í Lánareglum sjóðsins sem gefnar eru út fyrir hvert skólaár.
Námsmenn sem hyggja á nám erlendis er bent á að kynna sér á vef sjóðsins hvort námið eða skólinn eru á skrá sjóðsins yfir lánshæfa skóla eða nám.
Lán á námstíma miðast við framfærslu hér á landi og er hún skilgreind í Lánareglum hvers árs. Þó er í einstökum löndum eru veitt viðbótarframfærslulán þar sem verulega munar á íslenskri framfærslu og framfærslu í landinu. Með reiknivél framfærslulána er hægt að áætla fjárhæð framfærsluláns.
Þá eru veitt er lán vegna ferða til námsstaðar erlendis einu sinni á hverju námsári og einnig er veitt ferðalán til námsstaðar á Íslandi ef nemendur eiga lögheimili a.m.k. 100 km frá höfuðborgasvæðinu eða öðru skólasvæði.
Námsmaður sem býr í leigu- eða eigin húsnæði átt rétt á viðbótarláni.
Allar skattskyldar tekjur námsmanns sem mynda skattstofn geta haft áhrif á upphæð námslána. Til frádráttar á námsláni koma 45% af tekjum um frítekjumark námsmanna en frítekjumarkið er breytilegt eins og kemur fram í lánareglum hvers skólaárs. Heimilt er að fimmfalda frítekjumarkið ef námsmaður hefur ekki verið í lánshæfu námi eða á námslánum hjá sjóðnum s.l. 6 mánuði.
Lánþega ber að tilkynna allar breytingar sem verða á högum hans.
Námsmaður getur að uppfylltum skilyrðum fengið að hámarki framfærslulán fyrir allt að 480 ECTS-einingum eða ígildi þeirra fyrir alla námsferla. 300 ECTS-einingar í grunn- eða meistaranámi, 60 ECTS-einingar í doktorsnámi og 120 ECTS-einingar til viðbótar að eigin vali á grunn-, meistara- eða doktorsstigi.
Veittar eru undanþágur frá námsframvindu t.d. vegna veikinda, örorku, lesblindu eða annarra sértækra námsörðugleika en um undanþágurnar gilda sérstakar reglur sem koma fram í lánareglum sjóðsins.
Endurgreiðslur á námslánum hefjast að öllu jöfnu einu ári eftir námslok og reiknast vextir frá námslokum. Endurgreiðslur eru mánaðarlega og hefur lántakandi val um hvort þær séu tekjutengdar (að ákveðnum skilyrðum uppfylltum) eða endurgreiðast sem jafngreiðslulán og þá hvort þær séu verðtryggðar eða óverðtryggðar.
Menntunarmeðlag og barnalífeyrir vegna náms
Menntunarmeðlag má greiða fólki á aldrinum 18 til 20 ára að uppfylltum skilyrðum um meðlagsgreiðslur. Samkvæmt barnalögum er hægt að úrskurða meðlagsskylt foreldri til að inna af hendi framlag til menntunar.
Framlag vegna menntunar ungmenna á vef TR
Þá geta ungmenni sótt um barnalífeyri vegna náms ef annað foreldri eða bæði eru elli-, endurhæfingar- eða örorkulífeyrisþegar eða ef annar eða báðir foreldrar eru látnir.
Barnalífeyrir vegna náms á vef TR
Ef ungmenni býr á öðrum stað, þ.e. hefur annað lögheimili en foreldrar, getur það sótt um menntunarmeðlag frá báðum foreldrum.
Skilyrði fyrir greiðslu er að ungmenni stundi nám eða starfsþjálfun í viðurkenndum framhaldsskóla í a.m.k. sex mánuði á ári.
Ungmenni sækir sjálft um meðlag/lífeyri á eyðublaði og skilar inn til Tryggingastofnunar eða umboðsskrifstofa á landsbyggðinni ásamt fylgiskjölum.
Greiðslur vegna ungmenna á vef TR
Styrkir
Hjálparstarf kirkjunnar
Framhaldsskólanemar geta sótt um styrki til að fjármagna nám sitt. Þá geta háskólanemar sótt um margs konar styrki til að fjármagna nám og rannsóknir, hér heima og í útlöndum. Allar nánari upplýsingar er að finna á sjóðavef Háskóla Íslands.
Sjóðavefur Háskóla Íslands
Starfsfólki menntastofnana á öllum skólastigum stendur einnig til boða að sækja um styrki sem veittir eru til verkefna á sviði menntamála.
Vert að skoða
Lög og reglugerðir
Þjónustuaðili
Menntasjóður námsmanna