Fara beint í efnið

Jöfnunarstyrkur

Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni geta átt rétt á jöfnunarstyrk. Hægt er að fá jöfnunarstyrk að hámarki í 4 ár eða 8 annir.

Nemandi telst stunda reglubundið nám sé hann skráður í og hefur gengið til prófs í a.m.k. 20 FEIN-einingum á önn.

Námsmenn í starfsnámi/iðnnámi og aðfaranámi geta átt rétt á annað hvort námslánum eða jöfnunarstyrk. Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk. Þá eiga háskólanemar ekki rétt á jöfnunarstyrk.

Jöfnunarstyrkur skiptist í dvalarstyrk og akstursstyrk:

  • Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu. Lögheimili má þó ekki vera í nágrenni skóla. Akstursstyrkur er einnig fyrir þá nemendur sem búa ekki í foreldrahúsum en geta ekki sýnt fram á leigugreiðslur.

  • Dvalarstyrkur er fyrir þá nemendur sem flytja a.m.k. 30 km frá lögheimili sínu og fjölskyldu til þess að geta stundað nám sitt, það er, þeir nemendur sem eru á heimavist og/eða greiða leigu.

Jöfnunarstyrkir á vef Menntasjóðs

Fjölskyldur eða forráðamenn efnalítilla framhaldsskólanema geta sótt um styrk úr Framtíðarsjóði Hjálparstarfs kirkjunnar vegna útgjalda.