Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
Síað eftir:
231 leitarniðurstöður
Eingöngu er heimilt að veita lífeyri vegna sérstakra útgjalda vegna barna sem greiddur er barnalífeyrir með og beggja foreldra nýtur ekki við.
Hreyfihamlað fólk, blindir og lífeyrisþegar geta sótt um ýmsa styrki til að kaupa eða reka bíl.
Til að fá lífeyrisgreiðslur, eða aðrar tekjutengdar greiðslur, rétt útborgaðar þarft þú að skila upplýsingum um tekjurnar þínar.
Ef þú vilt minnka við þig vinnu en ekki hætta alveg á vinnumarkaði, getur þú sótt um hálfan ellilífeyri gegn uppfylltum skilyrðum.
Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar er greiddur til ungmennis á aldrinum 18–20 ára.
Hægt er að sækja um framlengingu á greiðslum.
Ráðstöfunarfé er ætlað að mæta öðrum kostnaði en kostnaði vegna dvalar á stofnun.
Foreldri barns sem búsett er hér á landi getur óskað eftir að Tryggingastofnun greiði meðlag með barninu eftir að meðlagsákvörðun liggur fyrir.
Sjómenn á lögskráðu íslensku skipi eða skipi gert út af íslenskum aðilum í 25 ár eða lengur geta átt rétt á snemmtöku ellilífeyris frá 60 ára aldri.