Innskráning fyrir alla
Innskráningarþjónusta Ísland.is býður örugga innskráningu á vefkerfi opinberra aðila.
Efnisyfirlit
Innskráningarkerfið er byggt upp á þeirri hugmyndafræði að það er alltaf einstaklingur sem auðkennir sig með rafrænum skilríkjum og mun því ekki deila sameiginlegum aðgangi. Það að einstaklingurinn sé alltaf auðkenndur er mikilvægt upp á öryggi og rekjanleika.
Innskráning fyrir alla er í boði fyrir opinbera aðila sem flokkaðir eru sem A-hluta stofnanir og eru ekki í samkeppnisrekstri, auk sveitarfélaga. Einkaaðilum ásamt opinberum félögum (ohf) sem teljast að hluta til starfa á samkeppnismarkaði af einhverju tagi stendur þjónustan ekki til boða.
Innskráning fyrir alla - myndband á YouTube
Stafræna spjallið, Innskráning fyrir alla - Myndband á YouTube
Innskráning með rafrænum skilríkjum
Notandinn getur valið úr þremur leiðum til að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum:
Rafrænum skilrikjum í síma. Sjá nánar hvernig sótt er um rafræn skilríki í síma.
Með auðkennisappinu en það gerir notendum kleift að auðkenna sig á þægilegan og einfaldan máta. Sú auðkenning krefst ekki íslensks símkorts sem getur verið hentugt t.d. fyrir Íslendinga í útlöndum sem eru ekki lengur með íslenskt símkort. Sjá nánar hvernig sótt er um auðkennisappið.
Auðkenning með skilríki á korti. Notandi tengir auðkenniskortið við tölvuna sína og getur þannig auðkennt sig inn. Sjá nánar hvernig sótt er um skilríki á korti.
Innskráning fyrir hönd annarra
Þegar einstaklingur hefur auðkennt sig, sækir kerfið þær heimildir sem notandinn hefur fyrir vefsvæðið sem hann er að skrá sig inn í. Með því getur notandinn skráð sig inn fyrir hönd:
Fyrirtækis
Prókúrutengsl fyrirtækja eru sótt til Skattsins.Barna sinna
Foreldrar og forsjártengsl eru sótt til Þjóðskrár sem skilar þeim börnum sem viðkomandi hefur forsjá fyrir.Einstaklinga með persónulegan talsmann
Persónulegir talsmenn fatlaðra einstaklinga eru sóttir í grunn sem Stafrænt Ísland og Réttindagæsla fatlaðra er að þróa.Þess sem hefur gefið umboð
Notendur geta gefið öðrum aðilum umboð til að skoða gögnin sín í gegnum Mínar síður Ísland.is. Haldið er utan um þau umboð í grunni Stafræns Íslands.
Lesa má nánar um innskráningu fyrir hönd annarra með því að kynna sér umboðskerfið.
Ávinningur fyrir stofnun
Kostnaður
Innskráningarþjónustan er stofnunum að kostnaðarlausu.
Eitt af markmiðum Stafræns Íslands er að búa til endurnýtanlegar kjarnaþjónustur fyrir stofnanir og auka þar með samlegðaráhrif í rekstri upplýsingatæknikerfa ríkisins.
Með miðlægri innskráningarþjónustu er að rekstur, viðhald og þróun gerð á einum stað.
Single sign-on
Með einni innskráningarþjónustu verður upplifun notandans sem best þar sem hann þarf bara að auðkenna sig einu sinni og getur sótt gögn sín til mismunandi stofnana.
Notandinn þarf aðeins að auðkenna sig einu sinni og getur flakkað á milli vefsvæða sem hafa innleitt innskráningarþjónustuna án þess að skrá sig inn aftur í ákveðinn tíma.
Öryggi og rekjanleiki
Það að einstaklingurinn sé alltaf auðkenndur er mikilvægt upp á öryggi og rekjanleika.
Stofnanir munu því getað aðgangsstýrt einstökum hlutum vefsvæða sinna og sannreynt notandann og hans aðgang gagnvart vefþjónustum sínum.
Þetta gefur stofnunum tækifæri til að tryggja að enginn sæki gögn annar en þau sem hann sannarlega hefur réttindi til að sækja.
Eins gefur þetta stofnunum tækifæri til að auditlogga aðgerð þannig að hún sé rekjanleg niður á þann einstakling sem framkvæmdi hana, þegar það á við.
Hvað þarf stofnun að gera?
Innskráningarþjónusta Stafræns Ísland er rekin sem áskriftarþjónusta (SaaS) stofnunum að kostnaðarlausu.
Stofnun sendir inn umsókn um innskráningarþjónustu Stafræns Íslands.
Í kjölfarið þarf stofnun að veita tæknilegar upplýsingar um vefsvæði sem innskráningin á að tengjast og fá aðgang að prófunarsvæði til að tengja vefsvæði sitt.
Stafrænt Ísland veitir tækniráðgjöf við innleiðingu á innskráningarþjónustunni.
Hvaða hlutverki gegnir Stafrænt Ísland?
Stafrænt Ísland rekur og viðheldur innskráningarþjónustu og umboðskerfi með 24/7 vöktun sem er framkvæmd af rekstraraðilum okkar. Stafrænt Ísland veitir einnig tæknilega aðstoð til stofnana við innleiðingu á innskráningarþjónustunni.
Tæknilegar upplýsingar
Innviðir innskráningarþjónustu Stafræns Íslands eru hýstir hjá AWS. Skalanleiki er tryggður með því að nýta þá tækni sem umhverfið býður uppá til að skala þegar álag er mikið.
Öryggi er m.a. tryggt með dulkóðuðum gagnasamskiptum og grunnum og allur gagnaflutningur fyrir innskráningarþjónustuna fer í gegnum Strauminn (X-road).
Kerfið er vaktað allan sólarhringinn en Stafrænt Ísland leggur mikla áherslu á skráningu og vöktun í allri þróun og rekstri.
Kerfið er reglulega skannað fyrir veikleikum og hefur verið tekið út af þriðja aðila sem sérhæfir sig í öryggisúttektum.
Kerfið fylgir nútíma tæknihögun.
Nánari tæknilegar upplýsingar má finna á þróunarvef Stafræns Íslands.
Spurt og svarað
Skilmálar
Þjónustuskilmálar Stafræns Íslands um innskráningarþjónustu og umboðskerfi, auk tengdra samninga og viðauka, mynda samkomulag þjónustuveitanda og þjónustuþega um þjónustuna. Með því að nota þjónustuna samþykkir þjónustuþegi skilmálana.