Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna stoð- og meðferðarhjálpartækja

Öndunarhjálpartæki og súrefni

Bitgómar vegna kæfisvefns

Greiðsluþátttaka er 70% en að hámarki 45.000 krónur. Niðurstöður svefnmælinga þurfa að fylgja umsókn en styrkur er veittur ef öndunaratburðir mælast AHI 5 eða meira.

Eftirtaldir aðilar eru viðurkenndir til svefnmælinga:

  • Landspítalinn Fossvogi (lungnadeild A6 og göngudeild A3)

  • Sjúkrahúsið á Neskaupsstað

  • Sjúkrahúsið á Akureyri

  • Reykjalundur

  • Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum

  • Læknasetrið

Endurnýjun er samþykkt á 6 ára fresti.

Innöndunartæki

Almennt er samþykktur 70% styrkur vegna innöndunartækja. Notendur, aðrir en einstaklingar með Cystic Fibrosis, greiða sjálfir fyrir endurnýjun á fylgihlutum Einstaklingar með Cystic Fibrosis fá 100% styrk fyrir tæki og fylgihluti

Öndunarmælar

Öndunarmælar (súrefnismettunarmælar) eru samþykktir í undantekningatilfellum fyrir börn með mjög alvarlega langvinna öndunarfærasjúkdóma sem þurfa stöðuga súrefnismeðferð.

Öndunarvélar

Kæfisvefnsvélar og öndunarvélar eru samþykktar fyrir einstaklinga í heimahúsum með alvarlega öndunarfærasjúkdóma.

Þörf fyrir öndunarvél er metin af lungnadeild A6 eða göngudeild A3 á Landspítala. Símanúmer svefnrannsóknar er 543-6025, netfang er svefnhjukrun@landspitali.is.

Súrefnisbúnaður

Umsóknir um súrefni skal senda beint til súrefnisþjónustu Sjúkratrygginga, A3 á LSH í síma 543-6049 eða netfangið: surefni@landspitali.is

Ferðasúrefnissíur

Ferðasúrefnissíur eru samþykktar fyrir einstaklinga sem eru virkir og mikið á ferðinni. Þessi búnaður er léttari en hefðbundnir súrefniskútar og er því hentugur fyrir þá sem þurfa að bera búnaðinn. Einstaklingar á hjúkrunarheimilum teljast virkir ef þeir eru t.d. að sækja atburði utan deildar.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar