Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna stoð- og meðferðarhjálpartækja

Gervilimir og aðrir gervihlutar

Hárkollur, sérsniðin höfuðföt og húðflúr

Veittur er styrkur til kaupa á hárkollum og/eða sérsniðnum höfuðfötum, húðflúri á augabrúnum og augnlínum þegar um er að ræða:

  • Varanlegt hárleysi

  • Hárleysi vegna krabbameinsmeðferðar eða innkirtlameðferðar

  • Útbreiddan langvarandi blettaskalla (í meira en eitt ár)

Styrkur er 188.000 krónur og er veittur til tveggja ára í senn.

Gervibrjóst

Greiðsluþátttaka er til kaupa á gervibrjóstum/gervibrjóstafleygum vegna brjóstnáms:

  • Brjóstnám; tvö brjóst á fyrsta ári og eitt á ári eftir það

  • Brjóstnám beggja vegna; fjögur brjóst á fyrsta ári og tvö á ári eftir það.

Sérstyrkt brjóstahöld vegna uppbyggingar á brjóstum

Veittur er styrkur til kaupa á sérstyrktum brjóstahöldum vegna uppbyggingar brjósts/brjósta eftir brjóstnám en styrkur er greiddur fyrir 2 brjóstahöld

Styrkupphæð er samkvæmt verðkönnun.

Húðflúr á geirvörtu og vörtubaug

Veittur er styrkur á tveggja ára fresti vegna húðflúrunar á geirvörtu og/eða vörtubaugs á uppbyggt brjóst.

Styrkupphæð er kr. 30.000.

Gervilimir

Greiðsluþátttaka í gervilimum er 100%. Á hverju 12 mánaða tímabili er greitt fyrir:

  • Einn gervilim og viðeigandi íhluti

  • Tvær innri hulsur

  • Eina harða hulsu

Virkir einstaklingar eiga rétt á gervilim til skiptanna. Gervibaðfótleggir eru samþykktir 70% með ákveðnu hámarki.

Samningar eru við:

Upplýsingahefti um samninga og vörulisti gervilima.

Viðgerðir á gervilimum

Fyrsta og önnur viðgerð á hverjum gervilim eru greiddar að fullu en síðari viðgerðir eru greiddar 70%.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar