Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert.
Friðlýsingin felur í sér að:
öll skot eru bönnuð innan 2 km frá æðarvarpi, nema brýna nauðsyn beri til
ekki má leggja net í sjó nærri friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjöruborði, nema með leyfi varpeiganda
öll óviðkomandi umferð og röskun er bönnuð, nema með leyfi varpeiganda
allur óþarfa hávaði af völdum manna og véla er bannaður, nema með leyfi varpeiganda
Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Beiðnin skal koma frá landeiganda, ábúendum eða umráðamanni æðarvarps. Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps skal birt í Lögbirtingablaðinu og gildir í 10 ár frá birtingu.
Gjald
Beiðni kostar 11.000 krónur sem skal greiðast af umsækjanda.
Birting í Lögbirtingablaði hefur einnig í för með sér kostnað sem umsækjandi greiðir
Umsóknarferli
Senda þarf beiðni um friðlýsingu til sýslumanns í því embætti þar sem varpið er staðsett.
Fylgigögn
Viðurkennt kort eða loftmynd þar sem mörk varpsins eru sýnd á skýran hátt
Sýslumaður getur krafist staðfestingar tveggja kunnugra manna um að æðarvarp sé á umræddu svæði eða að líklegt sé að koma megi þar upp æðarvarpi
Sýslumaður tekur á móti beiðni og greiðslu og aflar staðfestingar byggingarfulltrúa á því hvort aðstöðu sé rétt lýst í beiðni.
Sé beiðni samþykkt útbýr sýslumaður auglýsingu í Lögbirtingablaðið. Umsækjandi greiðir kostnað við auglýsinguna.
Kærufrestur
Heimild er að kæra ákvarðanir sýslumanns til Umhverfis- og auðlindarráðuneytisins innan þriggja mánaða frá möttöku.
Skoða auglýsingar um friðlýst æðarvörp.
Lög og reglugerðir
Reglugerð nr. 252/1996 um friðlýsingu æðarvarps og fleira
Lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
Lög nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs
Sýslumenn
Sýslumenn