Hér að neðan er að finna auglýsingar sýslumanna um friðlýsingu æðarvarpa eins og þær hafa birst í Lögbirtingablaðinu í tímaröð. Auglýsing gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu.
Embætti
Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Brautarholts á Kjalarnesi.
Hið friðlýsta svæði er í Andríðsey, meðfram strönd í Músarnesi og á Kjalarnestöngum. Friðlýsingin gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingarinnar. Teikning af svæðinu liggur frammi á skrifstofu embættisins.
Reykjavík, 1. desember 2011.
Sýslumaðurinn í Reykjavík, Bryndís Bachmann aðstoðardeildarstjóri.
Akrar 2 í Borgarbyggð. Friðlýst frá 2. maí 2023 til 2. maí 2033.
Friðlýst æðarvarp er í landi Akra 2 í Borgarbyggð, F2112286. Varpið er á bökkum Tangatjarnar, Sandvatns, Nýlenduvatns og í landi Akra 2 fram á Akranesið.
Akureyjar 1, Dalabyggð. Friðlýst frá 12. febrúar 2018 til 12. febrúar 2028.
Friðlýst æðarvarp er í Bæjarey, Akurey, Hrappsey, Vesturey, Klofríf, Björgúlfsey, Seley, Helgey, Skjaldarey, Skjaldareyjarhólma Eystri og Vestri, Magál, Melskeri, Lyngeyjarskeri (nokkur), Tindskeri, Flykruskeri, Kolagröf, Matarskeri, Bæjareyjarhólma, Kýrauga, Matarbolla, Helgeyjarhólma, Miðey, Suðurey, Suðureyjarhólma, Austari hólma, Stöng.
Arney í Dalabyggð. Friðlýst frá 6. maí 2020 til 6. maí 2030.
Friðlýst æðarvarp er í Arney á Breiðafirði í Dalabyggð, F2117581, ásamt eftirtöldum hólmum og skerjum; Æðarskeri, Krosshólma, Rítingi, Háhólma, Straumstöng, Stöng, Hádegisskeri, Álastein, Hrúthólmum, Máfey, Þórarinsskeri og allri Skjaldarey, sem er hálf í landi Stykkishólmsbæjar.
Ballará, Dalabyggð. Friðlýst frá 25. apríl 2018 til 25. apríl 2028.
Friðlýst æðarvarp er í Kálhólma/Kálfhólma, Svartbaksskeri, Önundarhólma/Helluhólmum, Hlífarey, Geldfjárey, Krókanesi, Mónesi og Ballaráeyjum; Veiðileysum, Teistey, Matarskeri, Hrappsey, Klofrifum, Sandkúlu, Dagbjartarhólmum, Krókaneshólmum, Ballarárgerði og Háhólma.
Berserkseyri í Grundarfjarðarbæ. Friðlýst frá 16. apríl 2015 til 16. apríl 2025.
Friðlýst æðarvarp er á öllum Berserkseyraroddanum, svæðinu umhverfis Lómatjörn og með strandlengjunni austur að beitingarskúrnum.
Bíldsey í Stykkishólmsbæ. Friðlýst frá 16. mars 2020 til 16. mars 2030.
Friðlýst æðarvarp er um alla Bíldsey í Stykkishólmsbæ.
Ferstikla 1 í Hvalfjarðarsveit. Friðlýst frá 11. júní 2019 til 11. júní 2029.
Friðlýst æðarvarp er í landi Ferstiklu 1 í Hvalfjarðarsveit. Varpið er bundið við sjávarströnd jarðarinnar, 150 til 200 metra breitt belti, frá Heimastagili að vestanverðu að Skollamóa.
Frakkanes í Dalabyggð. Friðlýst frá 25. apríl 2018 til 25. apríl 2028.
Friðlýst æðarvarp er í Purkey, Nethólmum, Þrælaboðum, Melskeri, Hrúthólmum, Naustanesi, Langanesi, Skeiðshólma, Hrísey, Miðey, Tindskeri, Naustey, Lyngey, Nónhólma, Frakkanesi og á heimatúnum.
Fremri-Langeyjar (bæjareynni sjálfri), Dalabyggð. Friðlýst frá 12. febrúar 2018 til 12. febrúar 2028.
Friðlýst æðarvarper ennfremur á eftirtöldum, eyjum, hólmum og flögum sem undir hana liggja. Þær eyjar sem fjarar í frá henni, talið nokkurn veginn frá suðvestri til norðausturs, eru: Litla-Kathólmaflaga við Brjót, Stóri-Kathólmi ásamt Stóra-Kathólmaflögu, Spjóthólmar 5 talsins (Spjóthólmaflaga, Stöng, Grynnstihólmi, Háhólmi, Austurhólmi), Akurland ásamt Akurlandsflögu, Álahólmi ásamt Álahólmaflögu, Ytri-Álahólmi, Breiðhólmar 3 talsins (Ysti-Breiðhólmi, Mið Breiðhólmi, Innsti-Breiðhólmi), Litla-Boðalsey, Stóra-Boðalsey (fjarar sjaldan í hana), ásamt Stóru-Boðalseyjarflögu, Lyngey, Lyngeyjarflögur 3 talsins (Mið-Lyngeyjarflaga, Háaflaga, Lyngeyjarflaga), Grænhólmar 2, Guðnýjarflaga, Sundflögur 2, ennfremur nokkrar nafnlausar smáflögur. Eyjar sem ekki fjarar í, og undir Fremri-Langey liggja og eru dreifðar um svokallaða Voga, eru: Sultarhólmi, Fremri-Hrúthólmi, Syðri-Hrúthólmi, Nörlur 2, Æðarsker, Þorvaldsey ásamt Þorvaldseyjarflögu, Örnólfsey, þar við Hundslöpp og Magnúsarhólmi, Flatey, Hamarsey, Kóphólmi, Valsey ásamt Valseyjarhólma og Valseyjarflögu, Valseyjarsker og Ólafarflaga.
Hesthöfði í Helgafellssveit. Friðlýst frá 16. mars 2020 til 16. mars 2030.
Friðlýst æðarvarp er um allan Hesthöfða í Helgafellssveit.
Hrafnabjörg í Hvalfjarðarsveit. Friðlýst frá 11. júní 2019 til 11. júní 2029.
Friðlýst æðarvarp er í landi Hrafnabjarga í Hvalfjarðarsveit. Varpið er bundið við sjávarströnd jarðarinnar, um 750 metra breitt, frá landamerkjum Ferstiklu í Skollamóa að vestan að landamerkjum Bjarteyjarsands austan við bæjarhúsin á Hrafnabjörgum þar út af. ásamt hólmanum við merkin.
Hrúthólmi, Skarði, Háhólmi og Hvíldarhólmi í Stykkishólmsbæ. Friðlýst frá 16. mars 2020 til 16. mars 2030.
Friðlýst æðarvarp í Hrúthólma, Skarða, Háhólma og Hvíldarhólma í Stykkishólmsbæ. Varpið er dreift um eyjarnar.
Húshólmi í Stykkishólmsbæ.Friðlýst frá 16. mars 2020 til 16. mars 2030.
Friðlýst æðarvarp er um allan Húshólma í Helgafellssveit.
Kolgrafir í Grundarfjarðarbæ. Friðlýst frá 29. ágúst 2018 til 29. ágúst 2028.
Svæðið er samfellt land jarðarinnar vestan þjóðvegarins frá Kolgrafarodda í norðri að Halli í suðri, en undanskilið er vegarstæði um þveran Kolgrafarfjörð.
Melar á Skarðsströnd í Dalabyggð. Friðlýst frá 25. apríl 2018 til 25. apríl 2028.
Friðlýst æparvarð er í Flathólma, Klakkhólma, Sultarhólma, Hnúksnesi, Melshormi, Melatorfa, Grænanesi, Nónskeri og Valnefi.
Naustáll og Akurtraðir í Grundarfjarðarbæ. Friðlýst frá 16. apríl 2015 til 16. apríl 2025.
Friðlýst æðarvarp er í landi Naustáls og Akurtraða í Eyrarsveit. Svæðið afmarkast af landamerkjum milli Naustáls og Norður-Bár annarsvegar og Akurtraða og Vatnabúða hinsvegar, meðfram strandlengjunni og umhverfis Álavatn.
Rifgirðingar í Dalabyggð. Friðlýst frá 18. júlí 2019 til 29. júlí 2029.
Friðlýst æðarvarp er á eyjajörðinni Rifgirðingum á Breiðafirði í Dalabyggð. Friðlýsingin nær til eyja og hólma eyjarinnar sem eru: Hagey, Fleygisklettur, Hageyjaflögur, Helgasker, Skarfaklettur, Hellishólmi, Flathólmaflaga, Flathólmi, Moshólmi, Gussey, Tregaflaga, Lumma, Norðureyjaflaga, Steinaklettar, Máshólmi, Norðurey, Kjóey, Suðurey, Lynghólmi, Afkastshólmi, Æðarsker, Stórhólmi, Mjóastraumshólmi, Tvíhyrningur, Þrætuhólmar, Innstihólmi, Enghólmi, Kerlingahólmi, Lingey, Helghólmi, Grímshnaus, Bálkhólmaflaga, Bálkhólmi, Hnausar, Burgeis, Akurey, Stjúpmóðurhólmi, Bratthólmi, Suðurey heima, Ívarssker, Melhnaus, Torfhólmi, Rifgirðingar og Netlamdshólmi
Saurbær í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Friðlýst frá 1. nóvember 2021 til 1. nóvember 2031.
Friðlýst æðarvarp er í landi Saurbæjar í Hvalfjarðarstrandarhreppi, F2104361. Friðlýsingin tekur til strandlengju jarðarinnar milli marka Saurbæjar við Kalastaði í vestri og við Ferstiklu í austri og er þá undanskilið Saurbæjarland, F2104374. Auk þess nær friðlýsingin til lands austan við veg að þeirri landareign, ofan við ræktuð tún og að mörkum Ferstiklu.
Sellátur í Stykkishólmsbæ. Friðlýst frá 21. maí 2021 til 21. maí 2031.
Friðlýst æðarvarp er í Sellátrum (Saurlátrum), Gimburey og Rótarskeri í Stykkishólmsbæ. Varpið er dreift um eyjarnar.
Skarð í Dalabyggð. Friðlýst frá 26. júní 2018 til 26. júní 2028.
Varpið er í: Rauðseyjum, þ.e. Kjarnakletti, Lönguflögu, Urðhólma, Æðarskeri, Bæjarey, Beitarey, Inguhólma, Selhólma, Köngurseyjarhólma, Köngursey og Folaldshólma. Rúffeyjum, þ.e. Kálfsrófu, Kálfinum, Melskeri, Nauyaskeri, Þernuhólma, Bæjarey, Miðey og Suðurey. Suðurlöndum, þ.e. Langey, Dugandiskletti, Urðhólma, Fóey, Hvannhólma og Brimilshólma. Ólafseyjum, þ.e. Sigríðarhólma, Hóley, Súrhólma, Stöng og Bæjarey. Eyjum við land, þ.e. Litlu-Ólafsey, Skarðsstöð/Staðartöngum, Araskeri, Stóru-Örfirsey, Litlu-Örfirsey og Kiðey.
Skutulseyjar, Strönd og Traðir í Borgarbyggð. Friðlýst frá 11. júní 2019 til 11. júní 2029.
Friðlýst æðarvarp er í landi Skutulseyjar, Strandar og Traða í Borgarbyggð. Varpið er um allt land jarðanna í eyjum, hólmum og skerjum
Í landi Straumfjarðar í Álftaneshreppi, Borgarbyggð. Friðlýst frá 22. mars 2019 til 22. mars 2029.
Varpið er bundið við sjávarströnd jarðarinnar, frá Ölveskeldu að Fisneskeldu, og Straumfjörð (heimaey), Kögunarhólsnes, Kögunarhólsey, Amastur, Litlufit, Breiðufit, Vesturbúðarey, Krosssundseyjar, Arnhólma, Mjóey, Mjóeyjarholma, Þórisey, Þóriseyjarhólma, Sultartögl, Verpingshólma, Sandey, Langhólma, Jónshólma, Hrafngrímssker (litla og stóra, Mjóasker, Suðurbúðarey, Mengishöfða, Austurtanga og Tröllavaðstanga.
Þormóðseyjarklettur og fl. í Stykkishólmsbæ. Friðlýst frá 6. maí 2020 til 6. maí 2030.
Friðlýst æðarvarp er í Þormóðseyjarkletti, á Breiðafirði í Stykkishólmsbæ, F233-5982, ásamt eftirtöldum eyjum og hólmum; Freðinskeggja, Leiðólfsey, Ljótunshólma, Loðinshólma og Siglugrím, F233-5982.
Þorvaldsey, Lón og Lónklettur í Stykkishólmsbæ. Friðlýst frá 16. mars 2020 til 16. mars 2030.
Friðlýst æðarvarp er í Þorvaldsey, Lóni og Lónkletti í Stykkishólmsbæ. Varpið er dreift um eyjarnar.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
12. október 2022
Daði Jóhannesson, ftr.
Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði, Ísafjarðarbæ.
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps, fuglamerkingar, hamskuð o.fl, er friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Lækjar í Dýrafirði, Ísafjarðarbæ, landnúmer L140969.
Í beiðni er staðsetningu og mörkum æðarvarpsins lýst sem hér segir: „Æðarvarpið nær frá fjöru og upp með Núpsá, alveg upp að bæ. Flest hreiður eru nálægt fjöru og langt upp með ánni. Hreiður finnast einnig í næsta nágrenni við húsið.“
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar í Lögbirtingablaðinu. Loftmynd sem sýnir hið friðlýsta svæði og staðfest er af byggingarfulltrúa, má nálgast hér að neðan.
Ísafirði, 24. júní 2024.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas B. Guðmundsson sýslumaður.
Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Hvallátra á Breiðafirði, Reykhólahreppi
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps, fulgamerkingar, hamskurð o.fl., er friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Hvalláturs á Breiðafirði, Reykhólahreppi (alls 243 eyjar, hólmar og sker), landnúmer 139597.
Í gildandi landamerkjaskrá Hvallátra, sem undirrituð var 27. maí 1889 og lesin á manntalsþingi að Svefneyjum í Flateyjarhreppi og innfærð í landamerkjabók 12. júní sama ár, eru skráðar svohljóðandi upplýsingar um umrædda jörð:
„Landamerkjaskrá Hvallátra Nr. 145 (sjá veðmálabók bls. 44 ):
Landamerkjaskrá fyrir eyjajörðina Hvallátur í Eyjahreppi innan Barðastrandarsýslu 40 hundruð að fornu mati. Fyrst að norðanverðu norðantil með norðasta Straumskeri, þaðan beina leið austnorðan til við Látrakobba sem er sker í austnorður af innri Látratöngum; þaðan beina leið í suður mitt á milli Borgarskers Látramegin en Skáleyjar Skáleyjamegin, síðan í landaustur austnorðan til við svonefnd Villusker og þaðan beina leið í landausturátt í mitt Þrætuklakkssund; þaðan beigist línan í austnorðurátt, inn með svokölluðum Veiðihnúum mitt á milli þeirra og Þrætuklakks; dýpsta sundið austnorðan til við þær millum þeirra og Fagureyjaskerja; svo beigist línan til útsuðurs út með áðurnefndum Veiðihnúum þar til hún beigist aftur í austur landsuður í svonefndan Landamerkja-Boða, sem er í miðju sundinu í millum Kjalareyjarklakka (klápa?) og Kollhnúuskers (Kollhúfuskers?) og landsuður fyrir Klápana í mitt sundið millum þeirra og Hróvaldseyjarhólma; síðan beina sjónhending í suður útsuður út Sviðnasund og suður fyrir svonefnd Kópasker suður með þeim og allt útsuður fyrir Kobbaboða: þaðan liggur línan í háttnorður alla leið í dýpsta sundið millum Látrastrandahólma og Æðarskers og svo norður eptir í mitt sundið fyrir vestan Vörðueyjar; síðan beigist línan í þvernorður fyrir austnorðan Yxneyjar (Öxneyjar?) og í dýpsta sundið fyrir austnorðan Hamarshólma í Svefneyjarlöndum og beint vestur mitt Þrætuklakkssund er liggur vestur úr vestan til við klakkinn; fyrir utan Sprókseyjar-Reitur vestur eptir mitt á millum Lokaskers-boða og Svefneyja-klofnings þaðan vestur fyrir Svörtusker og heilt vestur á Prestaflögu, þaðan beina sjónhending að norðasta Straumskeri; er þá komið að því sem upp var hafið. Innan þessarar línu eiga Látur allar þær eyjar hólma flögur og sker er hún um lykur, að óátöldu nú á þryðju öld þar að auki netlög og fiskhelgi eftir lögmáli réttu.“
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar í Lögbirtingablaðinu.
Loftmynd sem sýnir hið friðlýsta svæði og staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi á skrifstofu embættisins, Hafnarbraut 25, Hólmavík, og einnig má nálgast hana á svæði sýslumanna á vefnum island.is á slóðinnni www.syslumenn.is.
Ísafirði, 8. maí 2024.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas B. Guðmundsson sýslumaður
Friðlýst æðvarvarp í landi jarðarinnar Innri Hjarðardal í Önundarfirði í Ísafjarðarbæ landúmer L14004.
Friðlýst er æðarvarpi í landi jarðarinnar Innri Hjarðardal, í Önundarfirði í Ísafjarðarbæ, landnúmer L 141004. Suðurrmörk hins friðlýsta svæðis liggja að Valþjófsdalsvegi, vestur og norðurmörk liggja að Hjarðardalsá og sjó og austurmörk liggja að Sýkislæknum sem eru landamerki að Þórustöðum.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu,
Teikning af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættisins.
Ísafirði, 9. febrúar 2024.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas B. Guðmundsson sýslumaður.
Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Ófeigsfjarðar í Árneshreppi, landnúmer 141707
Friðlýst er æðarvarpi í Hrútey, Hellishólma og Ófeigsfjarðarhólma í landi jarðarinnar Ófeigsfjarðar í Árneshreppi, landnúmer 141707. Hrútey liggur skammt framundan Hrúteyjarseli á norðanverðum firðinum, Hellishólmi liggur sunnan við Háareka og skammt norðan Hvalár, Ófeigsfjarðarhólmi liggur um það bil hálfa sjómílu undan Túnnesi.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði.
Ísafirði, 4. apríl 2023.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas B. Guðmundsson sýslumaður.
Friðlýsing æðarvarps í landi jarðanna Húsavík og Tungugröf í Strandabyggð
Friðlýst æðarvarpi í landi jarðanna Húsavík, landeignanúmer 1421151 og Tungugröf, landeignanúmer 1421321 í Strandabyggð. Æðarvarpið er meðfram ströndinni í töngum og hólmum frá Kleifarlæk að ósi Hrófár þar sem hún fellur til sjávar. Mörk æðarvarpsins við þjóðveg 68 eru við Kleifarlæk hnit 93 378684 57427 og hnit Hrófárbrú hnit 93 377477 576131.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði.
Ísafirði, 4. apríl 2023.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas B. Guðmundsson.
Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Hlaðseyri, Vesturbyggð, landnúmer 139871
Aðalæðarvarpið er vatn með 13 hólmum sem var gert af landeigendum, ekki náttúrulegt, vatnið er norðan megin séð frá húsi, sem þar er og fyrir neðan þjóðveginn. Æðarkollan verpir einnig á stóru svæði allt að landamerkjum fyrir innan að Seljarlandsá. GPS hnit eru 65,539150 23860239. GPS hnit á miðju aðalvatni er 65,540701 23,874817. GPS hnit fyrir norðan æðarvarp er 65,543523 23880942. Þjóðvegurinn er við efri mörkin á æðarvarpinu.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildi í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði.
Ísafirði, 30. mars 2022.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Jónas B. Guðmundsson
Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Holts í Önundarfirði, Ísafjarðarbæ, landnúmer 2126059
Varplandið er innan landgræðslugirðingar fyrir neðan Valþjófsdalsveg og allt niður á Holtsodda. Að vestanverðu markast það af afleggjara frá Valþjófsdalsvegi að Holtsbryggju.
Afmörkun svæðisins sést á loftmynd sem nálgast má hér að neðan.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði.
Ísafirði, 28. mars 2022
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Jónas B. Guðmundsson
Friðlýst æðarvarp á jörðinni Auðkúlu 1, Ísafjarðarbæ, landnúmer 140619.
Varplandið nær frá landamerkjum jarðanna Auðkúlu og Hrafnseyrar að innanverðu (austanverðu) að landamerkjum Auðkúlu og Tjaldaness að utanverðu (vestanverðu). Landamerkin að innanverðu markast af Hrafnseyrará og að utan af Dysjagilslæk (Hesjagilslæk). Að sunnanverðu markast varplandið af sjó. Að norðanverðu markast varplandið af línu frá brúnni yfir Hrafnseyrará og þaðan beina línu í íbúðarhúsið á Auðkúlu og þaðan áfram beina línu í Dysjagilslæk.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði.
Ísafirði, 3. júlí 2019.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas Guðmundsson sýslumaður.
Friðlýst æðarvarp á jörðinni Skálmarnesmúla, Reykhólahreppi, fasteignanúmer F2122607.
Friðlýsingin tekur til eftirtalinna eyja, hólma og tanga í landi jarðarinnar: Snasi, Orrustuhólmar, Grenjaðarey, Lundey, Æðarsker, Heiðnarey, Hvítingseyjar, Hauganessker, Sauðeyjar, Hjallsker, Hellisnes, Hóftjarnarrimar, Skiphöfði, Skiphöfðaflaga og Lambatangi.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmynd sem liggur frammi hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Patreksfirði, 17. maí 2019, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns.
Friðlýst æðarvarp í Sauðeyjum, Vesturbyggð, fasteignanúmer F2336951 og F2123180, að meðtöldum öllum eyjum og skerjum er þeim tilheyrir.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði.
Patreksfirði, 30. janúar 2019, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns.
Friðlýst æðarvarp á jörðinni Hvítanesi, landnúmer 141544, Súðavíkurhreppi, í svokölluðum Hvítaneshólmum, þ.m.t. Djúphólma og Landhólma, sbr. hnitsettan uppdrátt.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmyndum sem liggur frammi hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Patreksfirði, 2. maí 2018, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns.
Friðlýst æðarvarp á eyjunni Vigur, Súðavíkurhreppi, landnúmer 141551. Varplandið afmarkast af sjó meðfram strandlengju eyjarinnar.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmyndum sem liggur frammi hjá embættinu.
Patreksfirði, 2. maí 2018, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns.
Friðlýst æðarvarp í Borgarey í Ísafjarðardjúpi sem er eyja út af landi jarðarinnar Vatnsfjörður í Súðavíkurhreppi, landnúmer 141599.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmynd sem liggur frammi hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Ísafirði, 2. maí 2018, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Jónas Guðmundsson sýslumaður.
Friðlýst æðarvarp á allri eyjunni Hrútey á Mjóafirði í landi jarðarinnar Skálavíkur Innri (landnúmer 194760), Súðavíkurhreppi, en þó að undanskildu vegsvæði Djúpvegar sem liggur þvert yfir eyjuna, sbr. nánar hnitsettan uppdrátt.
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Patreksfirði, 27. apríl 2017, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Sigríður Eysteinsdóttir, staðgengill sýslumanns.
Friðlýst æðarvarp á Höfðaodda í landi jarðarinnar Höfða í Dýrafirði (landnúmer 140963).
Ofangreint svæði er afmarkað á loftmynd sem liggur frammi hjá embættinu.
Ísafirði, 16. mars 2017, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Jónas Guðmundsson, sýslumaður.
Friðlýst æðarvarp í landi Æðeyjar í Ísafjarðardjúpi landnúmer 141661, sem hér segir:
Landareignin Æðey afmarkast af strandlengju eyjarinnar og Djúphólma sem og strandlengju Snæfjallastrandar sem liggur á milli svonefnds Landamerkjalæks fyrir innan Skeljavíkurkleifar og Berurjóðurs sem er útundir Ytra-Skarði á Snæfjallaströnd.
Á skrifstofum Sýslumannsins á Vestfjörðum liggur frammi skrá um friðlýst æðarvörp í umdæminu ásamt kortum eða loftmyndum af svæðunum. Ofangreind svæði eru afmörkuð á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Ísafirði, 27. júlí 2016, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Jónas Guðmundsson, sýslumaður.
Friðlýst æðarvarp í landi Litlu-Eyrar í Vesturbyggð, landnúmer 140458, sem hér segir:
Svokölluð Kárseyri en svæðið afmarkast af landamerkjum í norðaustur en hálf lóðin að Arnarbakka 8 er í landi jarðarinnar. Að öðru leyti afmarkast svæðið af lóðamörkum Arnarbakka 8, Kríubakka 4, Kríubakka 3, Bakkatúni 1 og Bakkatúni 2 og til sjávar. Einnig svokallað Bakkatún að gatnamótum og til sjávar.
Strandlengjan sjávarmegin þjóðvegarins frá vegamótum og að Litlu-Eyrarósi og til sjávar.
Litlu-Eyrarós ásamt leirunum og 200 metrar frá brú upp með ánni.
Ofangreind svæði eru afmörkuð á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Patreksfirði, 14. apríl 2016, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Sigríður Eysteinsdóttir fulltrúi.
Friðlýst æðavarpi í landi Ófeigsfjarðar í Árneshreppi, landnúmer 141707, sem hér segir:
Hrútey, varpeyja um 200 m frá landi sunnan Hrúteyjarness.
Ófeigsfjarðarhólmi, varphólmi um 800 m frá landi í miðjum Ófeigsfirði.
Ofangreind svæði eru afmörkuð á loftmyndum sem liggja frammi hjá embættinu og einnig má nálgast hér fyrir neðan.
Ísafirði, 12. apríl 2016, Sýslumaðurinn á Vestfjörðum.
Jónas Guðmundsson.
Loftmyndir:
Friðlýst æðarvarp er í landi jarðarinnar Illugastaða á vestanverðu Vatnsnesi í Húnaþingi vestra.
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, er friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Illugastaða á vestanverðu Vatnsnesi í Húnaþingi vestra.Hið friðlýsta svæði er nánar tiltekið; vestan og norðan við línu sem markast úr Lækjarósi vestan við Kirkjutanga og fylgir læknum allt að girðingu norðan við veg 711 þaðan með veginum til suðvesturs að landamerkjagirðingu milli Illugastaða og Stapa og eftir henni til vesturs í sjó fram. Undir friðlýsinguna falla einnig hólmar og sker.
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda.
Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana á vefsíðunni „syslumenn.is“.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu þann 3. júlí 2024.
Blönduósi, 3. júlí 2024
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra,
Grímur Rúnar Lárusson, fulltrúi
Friðlýst æðarvarp er í landi jarðarinnar Eyjabakka (fnr. 235-0988) á vestanverðu Vatnsnesi í Húnaþingi vestra.
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, er friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Eyjabakka (fnr. 235-0988) á vestanverðu Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Hið friðlýsta svæði afmarkast að sunnan af gömlum hlöðnum túngarði og með gömlum túngarði (grjótgarði) frá sjó og til móts við skurðenda sem kemur þvert á túngarðinn, þaðan eftir honum til norðurs þar til kemur að smá kletti og þá til vesturs í stóran stein í fjörunni. Undir friðlýsinguna fellur líka Eyjan sem liggur vestur af Eyjabakka.
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda.
Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana á vefsíðunni „syslumenn.is“.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu þann 3. júlí 2024.
Blönduósi, 3. júlí 2024
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra,
Grímur Rúnar Lárusson, fulltrúi
Friðlýst æðarvarp í landi jarðanna Efra-Haganess I F2143919, Brautarholts F2143890, Ysta-Mós F2144065 og Efra-Haganess II land F2352177 í Fljótum í Skagafirði.
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, er friðlýst æðarvarp í landi jarðanna Efra-Haganess I F2143919, Brautarholts F2143890, Ysta-Mós F2144065 og Efra-Haganess II land F2352177 í Fljótum í Skagafirði.
Hið friðlýsta svæði afmarkast að sunnan samkvæmt hnitum milli Gautlands og Efra-Haganess I/Brautarholts (LM12 og LM13), landamerki milli Efra-Haganess I og Fyrirbarðs (LM13, 14, 15, 16 og 17), landamerki milli Efra-Haganess I og Langhúss (LM17, 18, 19, 20, 21, 22, 23, 24 og 25 við Hópsvatn). Ysta-Mós kamburinn milli Hópsvatns og sjávar (LM 1, 2 og 3) að brúnni og ós sem rennur frá Hópsvatni til sjávar. Land Efra-Haganess I og Brautarholts (LM 30, 31, 4 og 5) sem er kambur milli sjávar og Hópsvatns. Landamerki Efra-Haganess I, Brautarholts og Efra-Haganess II (LM 5, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45, 46, 47, 48, 49, 50, 51, 52, 53, 54, 55, 56, 57 og 58). Tekið skal fram að landið á milli Ysta-Mós og Efra-Haganess II (LM 1, 2 og 3 að LM 30 og 31) er ekki inn í friðlýsingunni.
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda.
Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana á vefsíðunni „syslumenn.is“.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. (20.06.2022 – 20.06.2032)
Blönduósi, 20. júní 2022
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Grímur Rúnar Lárusson, fulltrúi sýslumanns
Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Sæbóls við Miðfjörð í Húnaþingi vestra.
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, er friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Sæbóls við Miðfjörð í Húnaþingi vestra, landnr. 144189. Hið friðlýsta svæði afmarkast til suðurs af girðingu við Árbakkaland, til norðurs af túnum í landi Sæbóls, til austurs af girðingu neðan við Vatnsnesveg og til vesturs af sjónum.
Friðlýsing æðarvarps gildir á tímabilinu 15. apríl til 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda.
Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana á vefsíðunni „syslumenn.is“.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. (10.05.21 – 10.05.31)
Blönduósi, 11. maí 2021
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Grímur Rúnar Lárusson, fulltrúi sýslumanns
Friðlýst æðarvarp í landi Heggsstaða á Heggsstaðanesi, Húnaþingi vestra
Friðlýst æðarvarp í landi Heggsstaða á Heggsstaðanesi í Húnaþingi vestra, landnr. 144110, sem liggur meðfram ströndinni til norðurs frá Stekkjarklettum sunnan við bæinn Heggsstaði og norður í sker út af Seltanga, þaðan í nyrsta odda Fögruvíkurrifs, þaðan í flögu austan Drumbavíkur og loks í flögu í Merkjavík.
Hnitasett loftmynd af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættsins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu (08.05.20–08.05.30)
Blönduósi, 5. maí 2020
Bjarni Stefánsson, sýslumaður.
Friðlýst æðarvarp í Hrútey í Hrútafirði ásamt tilheyrandi skerjum.
Friðlýst æðarvarp í Hrútey í Hrútafirði, Húnaþingi vestra, ásamt tilheyrandi skerjum, landnr. 144029, en eyjan liggur til móts við jarðirnar Eyjanes og Tannstaðabakka við austanverðan Hrútafjörð og jörðina Hlaðhamar við vestanverðan Hrútafjörð.
Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. (11.05.20–11.05.30)
Blönduósi, 5. maí 2020.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, Bjarni Stefánsson, sýslumaður.
Friðlýst æðarvarp í Landey og Grunney í landi Hafna á Skaga í Skagabyggð, landnr. 145845 svo og með ströndinni frá miðjum Haga vestur að Hjallanesi.
Hnitasett ljósmynd af hinu friðaða svæði sem staðfest er af byggingarfulltrúa liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. (15.04.20–15.04.30).
Blönduósi, 6. apríl 2020
Bjarni Stefánsson, sýslumaður.
Friðlýst æðarvarp í landi jarðanna; Hrauns I (fnr. 146818) og Hrauns II (fnr. 146824), Fljótum í Skagafirði.
„Mörk Varpsins liggja frá ósnum Við Miklavatn (punktur 1) í austurátt með strönd Fljótavíkur norðan við Hraunmölina og Skeiðhólmann (punktar 2. 3. 4 og 5), að Hraunakrók þar sem hann mætir Sauðá. Varpmörk liggja meðfram Sauðánni í S-A þar sem Sauðá mætir Flæðum (punktar 6, 7, 8 og 9). Þaðan liggja mörkin meðfram Bótarlæk í suðurátt að Hrúthúsabótum (punktar 10, 11 og 12). Mörkin ná suður fyrir Flæðanef (punktar 13, 14, 15 og 16) suður með Hafnarfirði (punktar 17 og 18) þar sem hann mætir Skeiðhólma að nýju (punktar 19 og 20) og þaðan í vesturátt sunnan við Hraunmöl og að ósnum að nýju (punktar 21 og 22). Varpsvæðið er girt af með girðingu, merkt með friðlýsingarskiltum ásamt öðrum skiltum"
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingarblaðinu, útg. 11.03.20 og gildir því friðlýsingin til 11.03.30
Hnitasett teikning af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Sauðárkróki, 6. mars 2020
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, Bjarni Stefánsson.
Friðlýst æðavarp í og fyrir landi Ásbúða í Skagahreppi, Austur-Húnavatnssýslu.
Varpsvæðið takmarkast að austan af landamerkjum milli Ásbúða og Hrauns og ná fram í sjó við Deildarhamar. Að sunnan afmarkast svæðið af hagagirðingu og fylgir henni til vesturs að merkjum milli Ásbúða og Mánavíkur og nær þar í Vesturmýrarjaðri niður á Stekk og í sjó fram.
Friðlýsingin gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu.
Hnitasett teikning af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Blönduósi 13. maí 2019
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, Bjarni Stefánsson.
Friðlýst er æðarvarp í Eyjarey í landi Syðri- Eyjar og Eyjakots í Skagabyggð.
Einnig er friðlýst æðarvarp í Eyjarnesi í landi Eyjarkots frá Svartaskeri í norðri og eftir línu sem liggur að norðvesturhorni túns upp af Eyjarnesi, þaðan suður með túninu að suðvesturhorni þess, þaðan niður að sandvík og suður með sjávarhömrum sem leið liggur að Geirvíkurfjörum í landi Syðri-Eyjar.
Hnitsett ljósmynd af hinu friðaða svæði sem staðfest er af byggingarfulltrúa liggur frammi í aðalskrifstofu embættisins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu, útg. 27.06.16 og gildir því friðlýsingin til 27.06.26
Blönduósi 4. júlí 2016
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, Bjarni Stefánsson.
Friðlýst er æðarvarp í og fyrir landi Ósa, lnr. 144562 í Húnaþingi vestra:
Að sunnan frá landamerkjum Ósa og Hrísakots, meðfram allri ströndinni að landamerkjum Ósa og Syðri- Súluvalla að norðan.
Hnitasett loftmynd af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Blönduósi 2. maí 2018
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, Bjarni Stefánsson.
Friðlýst æðarvarp í og fyrir landi Bálkastaða ytri, lnr. 144097 og Bálkastaða syðri, lnr. 144098 í Húnaþingi vestra.
Friðlýsingin gildir frá stað merktum nr. 1 á korti. Klettur í fjöru sem girðing stendur á. Eru það merki jarðanna Bálkastaða og Bessastaða. Þaðan í stað nr. 2 á korti sem er brúnin ofan vegar í Bálkastaði fram við merkjagirðingu. Þaðan í norður beina loftlínu í stað nr. 4 á korti sem er klettur sá er girðing stendur á vestan vert í Merkjavík norðan á Heggstaðanesi. Þaðan vestur í Skarfatanga merkt nr. 5 á korti, nyrsta odda nessins að vestan. Þaðan til suðurs í stað nr. 6 er Kerlingaklyft nefnist. Hár klettur er gengur fram úr brúninni heim í Bæjarsker merkt nr. 7, sker er gengur lengst fram í sjó niður undan bæjarhúsum. Þaðan úr því skeri til suður í stað nr. 8 er Grjótsekkur nefnist neðan Skriðutúns. Þaðan í upphafsstað sem merktur er nr 1 á korti, klettur sá er girðing á í fjöru, merki Bálkastaða og Bessastaða.
Hnitasett loftmynd af hinu friðaða svæði liggur frammi í skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Blönduósi 2. maí 2018,
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, Bjarni Stefánsson.
Friðlýst æðarvarp í óskiptu landi Ásmundarstaða 1, F2166038 og Ásmundarstaða 2, F2166048 í Norðurþingi
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, er friðlýst æðarvarpi í óskiptu landi jarðanna Ásmundarstaða 1, F2166038 og Ásmundarstaða 2, F2166048 í Öxarfjarðarhreppi.
Hið friðlýsta svæði er frá Kerlingareyri í vestri, öll strandlengjan í Ásmundarstaðareyri, Akkerishólmi, holtið og öll Ásmundarstaðareyjan, hólmi í Eggversvatninu og töppin í Ásmundarstaðavatni og allt í kringum vötnin. Og mýrin að vestan.
Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi á skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu (6.9.2024-6.9.2034)
Akureyri, 6. september 2024.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra,
Magnús Valur Axelsson fulltrúi sýslumanns.
Friðlýst æðarvarp í landi Blikalóns í Norðurþingi, F2166075
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, er friðlýst æðarvarpi í landi jarðarinnar Blikalóns í Norðurþingi, F2166075.
Hið friðlýsta svæði við við Mjóumöl í vestri, meðfram og suður fyrir Sigurðarstaðavatn að landamörkum Sigurðarstaða, austur í Mjóvatnsás, norður um Leuthenantsvörðu og niður að sjó um Seltjörn sem er við landamerki Rifs sem sögð eru vera um stóran stein í lítilli tjörn.
Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi á skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. (4.9.2024-4.9.2034)
Akureyri, 4. september 2024.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra,
Magnús Valur Axelsson fulltrúi sýslumanns.
Friðlýst æðarvarp í landi Skinnalóns í Norðurþingi, F2166562
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, er friðlýst æðarvarpi í landi jarðarinnar Skinnalóns í Norðurþingi, F2166562.
Hið friðlýsta svæði er frá svonefndum Forvaða, affalli Hraunhafnarvatnsins, vestur um Nátthagann, allar eyjar, hólma og sker alveg vestur að landamerkjum við Rif eða í miðja Kanavík, á umhverfis Ólafsvatn og Hestavatn sem og umhverfis svonefnda Einbúatjörn sem og öll sjávarlónin. Einnig hólma í norðanverðu Æðarvatni.
Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi á skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. (8.4.2024-8.4.2034)
Akureyri, 10. apríl 2024, Magnús Valur Axelsson fulltrúi sýslumanns.
Friðlýst æðarvarp í landi Dagverðareyrar í Hörgársveit, F2157824.
Samkvæmt beiðni og með vísan til 18. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. reglugerð nr. 252/1996, er friðlýst æðarvarpi í landi jarðarinnar Dagverðareyrar í Hörgársveit, F2157824.
Hið friðlýsta svæði er strandlengja Dagverðareyrar við Gása í norðri útfyrir miðjan höfðann í suðri, ræktuð tún Dagverðareyrar í vestri.
Loftmynd af hinu friðaða svæði, sem staðfest er af byggingarfulltrúa, liggur frammi á skrifstofu embættisins og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu. (18.03.2024-18.03.2034)
Akureyri, 27. mars 2024, Magnús Valur Axelsson fulltrúi.
Friðlýst er landsvæði sem notað er undir æðarvarp á jörðinni Sigurðarstöðum í Norðurþingi landnúmer 154211.
Land þetta er meðfram strandlengju Sigurðarstaðalands og nær 1,5 kílómetra inn frá ströndinni. Varpsvæði afmarkast að austan við landamerki Sigurðarstaða og Blikalóns og að vestan við landamerki Sigurðarstaða og Oddsstaða og Vatnsenda.
Uppdráttur er til staðar hjá embættinu.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaði.
Akureyri, 18. maí 2020, Sigurður Eiríksson fulltrúi.
Friðlýst er landsvæði sem notað er undir æðarvarp á jörðinni Ystabæjarland landnúmer 152144.
Land þetta þekur um það bil helming Hríseyjar á Eyjafirði, norðurhlutann nánar tiltekið. Landið er víðast afmarkað af æfagömlum görðum, girðingu og trjám. Þá er lokað hlið á vegi. Megnið af æðarvarpinu er vestanmegin, neðan vegar á svæðinu milli hliðs og Ystabæjar en teigir sig líka upp um alla eyju.
Athugasemd: Hríseyjarviti er staðsettur í Ystabæjarlandi. Við höfum alltaf gefið fólki leyfi til að ganga og keyra þangað ef óskað er en beðið viðkomandi að halda sig á veginum til að trufla ekki æðarvarpið og aðra fugla.
Loftmynd er til staðar hjá embættinu.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaði
Akureyri, 13. maí 2020, Sigurður Eiríksson fulltrúi.
Friðlýst æðarvarp í landi jarðarinnar Höfða 2 í Grýtubakkahreppi fastanúmer 216-0755.
Staðsetning og mörk varpsins eru sem hér segir: „Mörk varpsins eru sjórinn að sunnan og landamerki við Höfða I að austan og vestan. Túnin í Höfða II afmarka varpið að norðan.“
Loftmynd / kort er til staðar hjá embættinu.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu.
Akureyri, 24. apríl 2019, Sigurður Eiríksson fulltrúi.
Friðlýst er landsvæði sem notað er undir æðarvarp á jörðinni Voladal Tjörneshreppi landnúmer 154064.
Nánar tiltekið:
Landamerki Árholts og Voladals við þjóðveg 85.
Landamerki Árholts og Voladals við sjó.
Norðurendi Sandvíkur
Norðurendi Stapavíkur
Suðurendi Stapavíkur
Efst í Brattabrekku við þjóðveg. Fylgir þjóðvegi 85 að punkti 1.
Loftmynd er til staðar hjá embættinu.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu.
Akureyri, 28. mars 2019, Sigurður Eiríksson fulltrúi.
Friðlýst er landsvæði sem notað er undir æðarvarp á jörðunum Eiði 1, landnúmer 154802, Eiði 2, landnúmer 154803 og Ártúni, landnúmer 154798 í Langanesbyggð.
Æðarvarpið er staðsett á nokkrum stöðum á jörðunum:
Á eiðinu sem skilur að stöðuvatnið frá sjónum.
Í svonefndum Landhólma sem er við Eiðið.
Í æðarhólma sem er austarlega í Eiðisvatni.
Í sandhólma sem er austarlega í Eiðisvatni.
Í fjárhúshólma sem er austarlega í Eiðisvatni.
Í Ártúnshólma sem er í Eiðisvatni niður af býlinu Ártúni.
Á heimatúnum Eiðis og Ártúns.
Auk þess er æðarvarp allt í kring um Eiðisvatn.
Með beiðni um friðlýsingu þessa er ekki síst verið að koma því í kring að óviðkomandi umferð, svo sem stjórnlaus lausaganga búfjár um varpið sé bönnuð. Það upplýsist að þegar vatnsstaða er lág í Eiðisvatni kemst sauðfé út í hólmana og raskar einnig varpi þar. Þess ber að geta að eigendur ofangreindra jarða eru ekki með sauðfjárbúskap á eigninni og er oll umferð sauðfjár þar í raun bönnuð.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaði.
Akureyri, 16. maí 2018, Sigurður Eiríksson fulltrúi.
Um er að ræða jörðina Harðbak Norðurþingi landnúmer 154161/145162.
Svæðið sem um ræðir er allur Hraunhafnartanginn, Holtið á milli Hraunhafnarvatns og Heimavatns, Heimatúnið og hólmar í bæði Hraunhafnarvatni og Heimavatni. Loftmynd er til staðar hjá embættinu með hnitum.
Friðlýsing þessi gildir í 10 ár frá birtingu í Lögbirtingablaðinu.
Akureyri, 17. maí 2018, Sigurður Eiríksson fulltrúi.
Friðlýst er æðarvarpi í eyjunni Seley sem nytjað hefur verið og friðað í áratugi. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:
Staðsetning æðarvarpsins er á allri eyjunni Seley og takmarkast því mörk varpsins við það svæði. Eyjan er norðanvert í mynni Reyðarfjarðar rétt utan við Krossanes.
Uppdráttur hins friðlýsta svæðis liggur frammi á skirfstofu embættisins að Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.
Seyðisfirði, 30. október 2020.
F. h. sýslumannsins á Austurlandi, Lárus Bjarnason sýslumaður.
Friðlýst er æðarvarp í landi Framnes í Djúpavogshreppi. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:
Hið friðlýsta svæði er neðan þjóðvegar frá Hálsamótalæk að vestan og að hestagirðingu er nær niður að Sandbrekkuvík að austan. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.
Eskifjörður, 15. maí 2018.
F.h. sýslumannsins á Austurlandi, Sigrún Harpa Bjarnadóttir fulltrúi.
Friðlýst er æðarvarp í landi Kolfreyjustaðar í Fjarðabyggð. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:
Hið friðlýsta svæði miðast við eyjuna Andey og Æðarsker í Fáskrúðsfirði sem og Gunnarsker neðan þjóðvegar, frá Staðarskriðu inn fyrir Skálavík í Fáskrúðsfirði. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.
Eskifjörður, 6. apríl 2018.
F.h. sýslumannsins á Austurlandi, Sigrún Harpa Bjarnadóttir fulltrúi.
Friðlýst er æðarvarp í landi Vattarnes í Fjarðabyggð. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:
Hið friðlýsta svæði miðast við land Vattarnes, innan túngirðinga, neðan Vattarnesveg. Frá Skriðugili að Baulhömrum og út fyrir Vattarnestanga. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.
Eskifjörður, 23. mars 2018
F.h. sýslumannsins á Austurlandi, Sigrún Harpa Bjarnadóttir fulltrúi.
Friðlýst er æðarvarp í landi Hvamms í Fáskrúðsfirði. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi: Hvammur:
Hið friðlýsta svæði miðast annars vegar frá Garðsá að austanverðu og Merkigili að vestanverðu. Einnig að þjóðvegi að ofanverðu og sjá að neðanverðu. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.
Eskifjörður, 24. mars 2017
F.h. sýslumannsins á Austurlandi, Sigrún Harpa Bjarnadóttir fulltrúi.
Friðlýst er æðarvarp í landi jarðarinnar Teigarhorni, Djúpavogshreppi.
Svæðið nær frá ósum Búlandsár að innan, að Háuklettum, sem eru neðan íbúðarhúsið að Teigarhorni, að utan, að ofan markast svæðið af þjóðvegi nr. 1 og að neðan af hafinu. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.
Eskifjörður, 6. nóvember 2017
F.h. sýslumannsins á Austurlandi, Sigrún Harpa Bjarnadóttir fulltrúi.
Friðlýst er æðarvarp í landi jarðarinnar Víkurgerði, Fjarðabyggð. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:
Frá Selá í vestri til Víkurgerðisár í austri. Afmarkast af sjó í norðri og þjóðvegi í suðri. Ræktuð tún neðan þjóðvegar eru utan varpsvæðis. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar
Eskifjörður, 23. nóvember 2017
f.h. sýslumannsins á Austurlandi, Sigrún Harpa Bjarnadóttir fulltrúi.
Friðlýst er æðarvarp í landi Hafraness í Reyðarfirði. Svæðið sem um ræðir er eftirfarandi:
Hafranes: Hið friðlýsta svæði miðast við land Hafranes, neðan Vattarnesvegar. Frá Breiðdalsá, sem afmarkar land Hafraness að innan, til ytri landmarka (Vörðu) sem liggja að landi sem tilheyrir Kolmúla. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.
Eskifjörður, 6. desember 2017
f.h. sýslumannsins á Austurlandi, Sigrún Harpa Bjarnadóttir fulltrúi.
Friðlýst æðarvarp er í landi jarðarinnar Eyri, Fáskrúðsfirði.
Svæðið afmarkast frá Hagahorni að austan og inn í krókinn um það bil 100 metrum inn innan við Eyrará að vestan. Að sunnan ræður þjóðvegurinn og að norðan hafið.
Eskifirði, 21. mars 2014, Sýslumaðurinn á Eskifirði.
Friðlýst æðarvarp er í landi jarðarinnar Tungu, Fáskrúðsfirði.
Svæðið afmarkast að sunnan, Tungudalsá/Sævarendaá frá brú til sjávar. Að vestan, þjóðvegur frá Tungudalsá að landamerkjum Tungu og Kirkjubóls. Að norðan, bein lína þaðan til sjávar, eins og landamerki Tungu og Kirkjubóls liggja.
Eskifirði, 21. mars 2014, Sýslumaðurinn á Eskifirði.
Friðlýst æðarvarp er á landspildunni Hlauphólum í Hamarsfirði, Djúpavogshreppi.
Svæðið afmarkast af landamerkjum landspildunnar, sem eru Uppskipunarklöpp í Sigurnesvík að innan, Stórhólalækur að utan, að ofan afmarkast svæðið af þjóðveginum og að neðan af hafinu.
Eskifirði, 24. mars 2010, Sýslumaðurinn á Eskifirði.
Friðlýst æðarvarp er í Bjarnarey í Vopnafirði.
Nánari lýsing á hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins, ásamt loftmynd.
Seyðisfirði, 2. júlí 2010.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, Íris Dröfn Árnadóttir ftr.
Friðlýst æðarvarp í landi sem tilheyrir jörðinni Kaldaðarnesi í Árborg, (fyrrum Sandvíkurhreppi).
Nánar tiltekið er um að ræða fimm svæði í landi jarðarinnar:1. Kaldaðarneseyja, sem liggur í Ölfusá undan vesturbakka Kaldaðarnes.2. Vestur og norðvesturbakki Kaldaðarnes, er liggur gegnt Kaldaðarneseyju.3. Laxahólmi, liggur í Ölfusá undan norðurbakka Kaldaðarnes.4. Fjóshóll, tangi og bakki Ölfusár er liggur gegnt Laxahólma.5. Hraknes, svæðið liggur út að Ölfusá í norðausturhluta Kaldaðarnes.Ofangreind svæði eru hnitasett og afmörkuð á loftmynd sem liggur fyrir hjá embættinu. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 252/1996 gildir friðlýsing æðarvarps á tímabilinu 15. apríl til og með 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur það í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km, nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi, án leyfis varpeiganda, leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 metra frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla, nema með leyfi varpeiganda. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti, þar sem því verður við komið. Í óbyggðum eyjum og hólmum á þetta ekki við.
Ákvörðun um friðlýsingu æðarvarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar í Lögbirtingablaði.
Selfossi 12. júní 2015
Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Anna Birna Þráinsdóttir.
Friðlýsing æðarvarps í landi sem tilheyrir jörðinni Fuglavík, Sandgerðisbæ.
Svæðið er girt og miðast við land sem afmarkað er á loftmynd sem liggur fyrir hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Keflavík, 24. apríl 2018, Sýslumaðurinn á Suðurnesjum.
Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.
Friðlýsing æðarvarps í landi sem tilheyrir jörðinni Norðurkot, Sandgerðisbæ.
Svæðið er girt og miðast við land sem afmarkað er á loftmynd sem liggur fyrir hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Keflavík, 6. apríl 2018, Sýslumaðurinn á Suðurnesjum.
Friðlýsing æðarvarps í landi sem tilheyrir jörðinni Ásgarði, Sandgerðisbæ.
Svæðið er girt og miðast við land sem afmarkað er á loftmynd sem liggur fyrir hjá embættinu og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Keflavík, 22. apríl 2013, Ásgeir Eiríksson sýslumannsfulltrúi.
Friðlýst er æðavarp í landi jarðarinnar Hraun, Grindavíkurbær.
Hið friðlýsta svæði er frá sjó austan heimatún, norður að þjóðvegi neðanverðu, í austur meðfram þjóðvegi að Dunkshelli niður á sjó. Land er afgirt frá þjóðvegi. Uppdráttur af hinu friðlýsta svæði liggur frammi á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, 230 Reykjanesbæ og einnig má nálgast hana hér fyrir neðan.
Ákvörðun þessi um friðlýsingu æðavarps gildir í 10 ár frá birtingu auglýsingar þessarar.
Keflavík, 15. september 2020.
F.h. sýslumannsins á Suðurnesjum, Sigrún Harpa Bjarnadóttir fulltrúi.
Þjónustuaðili
Sýslumenn