Fara beint í efnið

Fæðingartími

Það er misjafnt hvað kemur fram í fæðingarskýrslum og ekki var alltaf skráður fæðingartími framan af öldinni. Þar sem fæðingarskýrslur eru hluti af heilbrigðisupplýsingum móður eru aðgangstakmarkanir á þessum málaflokki. Það er þó hægt að veita upplýsingar um fæðingartíma hvers og eins liggi þær fyrir.

Til þess að hægt sé að finna fæðingarskýrslur þarf að vita á hvaða fæðingarheimili eða sjúkrahúsi barnið fæddist. Ef barnið fæddist heima þarf nafn ljósmóður og nafn þáverandi sveitarfélags (hreppur/kauptún). Nafn móður, fæðingardagur hennar og fæðingardag barnsins þarf einnig að gefa upp.

Fyrirspurn um fæðingartíma