Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna einnota hjálpartækja

Hjálpartæki vegna sykursýki

Blóðstrimlar og blóðhnífar

Greiðsluþátttaka er 90% en að hámarki 6.500 krónur fyrir pakka (50 stykki) af blóðstrimlum.

Samþykkt magn fer eftir:

  • hvort að um sé að ræða sykursýki týpu 1, sykursýki týpu 2 eða meðgöngusykursýki

  • hvort að notaður sé blóðsykur síriti vegna sykursýki (á helst við um týpu 1)

  • hvaða lyf einstaklingur tekur vegna sykursýki (á við um týpu 2)

  • mæligildi blóðsykur (HbA1c) þegar um er að ræða týpu 2

Blóðketónstrimlar

Blóðketóstrimlar eru fyrir einstaklinga með sykursýki týpu 1. Greiðsluþátttaka er 90% en að hámarki 12.500 krónur fyrir pakkningu.

Samþykkt magn eru 100 strimlar á 12 mánaða tímabili.

Mælar til blóðsykurs- og blóðketónmælinga

Styrkur er 50% en þó að hámarki 11.600 krónur og er hann veittur á þriggja ára fresti. Heilsugæslustöðvar lána blóðsykursmæla vegna meðgöngusykursýki.

Lyfjapennar

Styrkir eru veittir til kaupa á lyfjapennum fyrir einstaklinga sem fá insúlín. Greiðsluþátttaka er 90% en að hámarki 26.770 krónur fyrir lyfjapenna.

Samþykkt magn er:

  • tveir á ári

  • fjórir á ári þegar bæði hraðverkandi og langverkandi insúlín er notað

Einnota nálar

Styrkir eru veittir til kaupa á einnota nálum vegna stungulyfja. Greiðsluþátttaka er 90% og sendir læknir inn umsókn.

Insúlíndælur og nemar sem skanna/sírita blóðsykur

Insúlíndælur og nemar sem skanna/sírita blóðsykur eru fyrir einstaklinga með sykursýki týpu 1.

Fyrsta umsókn kemur frá innkirtlasérfræðingi en umsókn um endurnýjun getur einnig komið frá hjúkrunarfræðingi á göngudeild sykursjúkra, upplýsingar um tegund nema þarf að fylgja með.

Seljendur geta sótt um endurnýjun á sendi.

Samningar um insúlíndælur og nema eru við:

  • AZ Medica, Skemmuvegi 6, 200 Kópavogi, sími 564-5055

  • Fastus, Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 580-3900

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar