Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka er 100% og sækir heilbrigðisstarfsmaður um heimild. Að jafnaði ekki veittur styrkur fyrir börn yngri en 3ja ára.

Styrkur er veittur til kaupa á bleium vegna þvagleka og/eða saurleka þegar um er að ræða:

  • fjölfötlun eða alvarlega fötlun

  • stroke eða umtalsverðan miðtaugakerfisskaða

  • alvarlega þroskaheftingu

  • einhverfu

  • alzheimer/dementsia

  • blöðrukrabbamein eða blöðruhálskirtilskrabbamein

  • margendurteknar eða mjög langvarandi þvagfærasýkingar

  • blöðrusig eða legsig sem er verulegt vandamál (aðgerð ekki ráðlögð eða ekki borið árangur)

  • aldraðra eldri en 70 ára með veruleg þvaglekavandamál

  • afleiðingu mikillar lyfjatöku

  • veruleg vandamál vegna þvagleka

Ekki er veittur styrkur vegna:

  • áreynslu eða stress þvagleka án aðgerðar

  • smáleka

  • næturmigu (enuresu)

  • barnsfæðinga

  • geðsjúkdóma

  • slitgigtar

Samningar um bleiur eru við:

Upplýsingahefti um samninga og vörulisti.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar