Fara beint í efnið

Dánarbætur fyrir ekkjur og ekkla yngri en 67 ára

Dánarbætur greiðast í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Skilyrði er að viðkomandi hafi verið í hjúskap við hinn látna eða í skráðri, óvígðri sambúð í eitt ár eða lengur við andlátið. Dánarbætur eru ekki tekjutengdar.  

Aðgangsstýrð stafræn umsókn

Umsókn um dánarbætur

Framlengdar dánabætur

Heimilt er að framlengja greiðslu dánarbóta að hámarki í 48 mánuði samtals frá því að greiðslu sex mánaða dánarbóta lauk.

Eftir innskráningu hjá Tryggingastofnun má finna umsóknina undir Umsóknir.

Aðgangsstýrð stafræn umsókn

Umsókn um framlengdar dánarbætur