Við andlát maka geta ekkjur eða ekklar öðlast rétt til greiðslna á dánarbótum og framlengdum dánarbótum.
Skilyrði
Eftirlifandi maki verður að:
hafa verið í hjónabandi við hinn látna eða í skráðri sambúð í 1 ár eða lengur,
vera undir 67 ára aldri.
Undantekningar
Fólk í skráðri sambúð, sem ekki hefur varað í 1 ár, getur átt rétt á dánarbótum hafi það átt barn saman.
Sami réttur skapast ef kona er barnshafandi og maki hennar fellur frá.
Almennt þarf ekki að skila fylgigögnum með umsókn um dánarbætur. Ef sótt er um framlengdar dánarbætur þarf að skila gögnum.
Önnur réttindi
Ekkill eða ekkja getur nýtt sér skattkort maka í 8 mánuði eftir andlát hans.
Hægt er að sækja um lækkun tekju- og eignaskatts. Nánari upplýsingar er að finna á
Eftirlifandi maki getur sótt um lækkun á tekjuskattsstofni hjá Ríkisskattstjóra.
Eftirlifandi maki getur einnig átt rétt á makalífeyri frá lífeyrissjóði, fyrirgreiðslu hjá stéttarfélögum, stuðningi frá félagsþjónustu sveitarfélaga eða tryggingafélögum.
Aðrar greiðslur frá TR sem umsækjandi gæti átt rétt á og sækja þarf um:
Barnalífeyri ef það eru börn undir 18 ára á framfæri umsækjanda.
Mæðra- og feðralaun ef það eru 2 eða fleiri börn á framfæri umsækjanda.
Heimilisuppbót ef umsækjandi er lífeyrisþegi og býr ein/einn.
Ef hinn látni var foreldri ungmennis á aldrinum 18 - 20 ára getur myndast réttur þess á Barnalífeyri vegna náms.
Fyrirkomulag greiðslna
Dánarbætur eru greiddar í 6 mánuði þeim sem verða ekkjur eða ekklar innan við 67 ára aldurs.
Ef eftirlifandi maki er með barn undir 18 ára aldri á framfæri, þá er framlengt sjálfkrafa um 12 mánuði til viðbótar án þess að sækja þurfi sérstaklega um það. Greiðslur falla niður þegar barn nær 18 ára aldri.
Dánarbætur eru greiddar áfram eftir að viðtakandi er orðinn 67 ára ef réttur til bótanna hefur skapast fyrir 67 ára aldur.
Greiðslur falla niður
Ef ekkill/ekkja:
flytur úr landi,
gengur í hjúskap.
Dánarbætur - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun