Fara beint í efnið

Dánarvottorð

Panta dánarvottorð

Dánarvottorð er annað hvort rafrænt eða á pappír. Læknir upplýsir aðstandendur um það hvort dánarvottorðið verði gefið út rafrænt eða á pappír.

Sá sem pantar dánarvottorð frá Þjóðskrá þarf að eiga einhver tengsl við þann látna. Vottorðið sýnir dánardag og dánarstað auk hjúskaparstöðu við andlát.

Sýslumaður áframsendir dánarvottorðið til Þjóðskrár Íslands sem skráir viðkomandi látinn í þjóðskrá. 

Rafrænt dánarvottorð berst sjálfkrafa til sýslumanns frá þeim lækni sem gefur dánarvottorðið út. Með því fylgja upplýsingar um þann aðstandanda sem mun tilkynna andlátið til sýslumanns rafrænt. Næsta virka dag eftir að rafrænt dánarvottorð berst til sýslumanns fær aðstandandinn bréf í pósthólf á Ísland.is með nánari leiðbeiningum. Í rafrænu tilkynningunni er hægt að tilnefna annan aðstandanda ef þörf er á.

Dánarvottorð á pappír þarf aðstandandi að sækja á heilbrigðisstofnun þar sem það var gefið út og fara með það á starfsstöð sýslumanns til að tilkynna andlátið. Einnig er hægt að tilkynna andlátið rafrænt þegar búið er að fara með dánarvottorðið til sýslumanns.

Panta dánarvottorð

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15