Við ákveðnar aðstæður getur eftirlifandi maki átt rétt á framlengdum dánarbótum.
Hægt er að sækja um framlengdar dánarbætur ef fjárhags- og félagslegar aðstæður eftirlifandi maka eru mjög slæmar.
Hægt er að sækja um framlengdar greiðslur dánarbóta að hámarki í 48 mánuði samtals frá því að greiðslu 6 mánaða dánarbóta lauk.
Framlenging er afgreidd 12 mánuði í senn.
Fylgigögn
Með umsókn þarf að fylgja:
yfirlit yfir eignir, skuldir og aðrar fjárhagslegar skuldbindingar umsækjanda,
gögn sem styðja við yfirlitið svo sem afrit af reikningum um mánaðarlega greiðslubyrði,
upplýsingar um félagslegar aðstæður ef við á,
ef umsækjandi er ekki lífeyrisþegi hjá TR þarf að skila afriti af nýjasta skattframtali.
Fjárhæð
Framlengdar dánarbætur (12 til 36 mánuðir) eru:
51.490 krónur á mánuði.
617.880 krónur á ári.
Umsókn
Smelltu á Sækja um
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum
Smelltu á Umsóknir
Veldu umsóknina Framlengdar dánarbætur
Fylltu út umsókn og hengdu viðeigandi skjöl við
Smelltu á Senda umsókn
Einnig er hægt að sækja um:
í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar,
hjá umboðsmönnum, sem eru staðsettir hjá sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins.
Þú getur fylgst með stöðu umsókna á Mínum síðum undir Staða umsókna. Ef það vantar gögn færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum undir Mín skjöl
Vinnslutími annarra umsókna
Niðurstaða
Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.
Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.
Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:
óskað eftir rökstuðningi á Mínum síðum TR,
sent erindi til umboðsmanns viðskiptavina TR,
Greiðslur falla niður
Ef ekkill/ekkja:
nær 67 ára aldri,
flytur úr landi,
gengur í hjónaband,
skráir sig í sambúð en þá falla bætur niður ári síðar.
Dánarbætur - algengar spurningar
Þjónustuaðili
Tryggingastofnun