Áhættumat á vinnustöðum
Hjálpargögn við gerð áhættumats
Vinnuumhverfisvísar
Við gerð áhættumats geta vinnuumhverfisvísar Vinnueftirlitsins komið að gagni. Þar eru upplýsingar um helstu áhættuþætti mismunandi starfsgreina og reglugerðir sem eiga við.
Gátlistar
Vinnueftirlitið hefur meðal annars gefið út gátlista fyrir EKKO-mál, fjarvinnu og gerð áhættumats fyrir lítil fyrirtæki (1-9 starfsmenn).
Gagnvirk áhættumatstæki
Oira
OiRA (Online interactive Risk Assessment) er gagnvirkt áhættumatstæki á netinu. Verkfærið er auðvelt í notkun, ókeypis og opið öllum. Þar eru settar fram tillögur og dæmi um úrbætur í vinnuumhverfinu. Einnig eru tilvísanir í lög og reglur og fjöldi mynda til útskýringar.
Verkfærið metur áhættu fyrir notandann og sér um að skrifa lokaskýrslu. Það er fyrst og fremst hugsað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Efnahættur
Verkfæri til að finna og draga úr öryggis- og heilbrigðishættum sem tengjast hættulegum efnum og efnavörum innan fyrirtækis.
Gátlistar frá Vinnuverndarstofnun Evrópu
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið