Handbók vefstjóra: Setja inn mynd, skjöl eða form
Myndabanki - myndefni til afnota
Vefstjórar hafa aðgang að því efni sem þau hafa hlaðið upp í gegnum Contentful. Þá eru auk þess nokkrar myndir aðgengilegar sem allir geta notað.
Þegar nýju efni er hlaðið upp er mjög gott að hafa í huga:
að gefa skránum lýsandi heiti svo auðvelt sé að finna myndina aftur.
að gæta að höfundarétti. Er myndin til afnota um aldur og ævi?
Gott er að hafa hugfast að myndefni er aðeins fyrir þá sem eru sjáandi. Texti ofan á mynd er dæmi um slæmt aðgengi og oft erfitt að lesa hvað stendur í texta á mynd. Þá lesa skjálesarar ekki það sem stendur á mynd með texta.
Wave extension-tólið er gott til að sjá hvernig mynd kemur út á vef. Gott er að skoða reglulega aðgengismál.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?