Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vefstjóra: Setja inn mynd, skjöl eða form

Hvernig breyti ég stærð mynda inn í Contentful?

Myndirnar sem við vinnum með eru af ýmsum stærðum og í mismunandi hlutföllum.
Þú getur breytt stærðum og hlutföllum mynda inni í vefumsjónarkerfinu sjálfu:

Besta hlutfall mynda fyrir Ísland.is

  • 4:3 hlutfallið hentar best fyrir myndir á Ísland.is. Það passar inn í öll helstu content svæði og fréttir.

  • Dæmi um stærðir í hlutföllunum 4:3

    • 640 × 480 px 800 × 600 px 1024 × 768 px 1280 × 960 px 1600 × 1200 px 2048 × 1536 px

  • 1:1 hlutfallið (square) eru myndir sem notaðar eru í Intro Link image á forsíðu. Stærðin 240 x 240 px.

Leiðir til að sjá stærð mynda í Media.

  • Í Media listanum á eftir nafni myndar kemur fram Dimensions eða pixla-stærðin, t.d. 300 x 310

  • Eins ef farið er inn í mynd þá er hægt að smella á info og þá kemur stærð og þyngd myndar.

Að breyta stærð mynda í Media.

  1. Til að breyta stærð mynda þá er smellt á crop image táknið.

  2. Þar er hægt að velja úr lista mismunandi hlutföll eins og 4:3 og 1:1.

  3. Því næst opnast myndin í crop glugga og valin er ný stærð og ýtt á save.

merki

Handbók vefstjóra

Ertu með ábendingu eða spurningu?