Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vefstjóra: Setja inn mynd, skjöl eða form

ALT texti á myndir 

Það er mikilvægt aðgengismál að setja lýsandi ALT texta á ákveðnar myndir. Sá texti er lesinn upp þegar notendur nota skjálesara.

Við vinnum með tvær tegundir af myndum:

  • Myndir sem hafa upplýsingagildi - ALT texti þarf að útskýra það sem kemur fram á mynd.

  • Skrautmyndir (myndir sem hafa ekki upplýsingagildi) - sleppa ALT texta.

Góður ALT texti er stuttur, hnitmiðaður og skýr. ALT texti segir fólki hvað er á mynd en endurtekur ekki það sem stendur í texta á síðu.

Athugið að byrja ekki á „Mynd af ...“ Aðgengistól sjá um að upplýsa notendur að það sé mynd til staðar.

Description texti við myndir er ALT textasvæðið

  • Heiti myndar eða Title er aðeins notað til að aðgreina asset í Contentful, það heiti birtist ekki á vefnum.
    Mikilvægt er að merkja myndir vel.

  • Við setjum ALT texta myndanna í boxið Description.

  • Þú getur prófað virknina með því að láta skjáþuluna lesa síðuna.

merki

Handbók vefstjóra

Ertu með ábendingu eða spurningu?