Handbók vefstjóra: Setja inn mynd, skjöl eða form
ALT texti á myndir
Það er mikilvægt aðgengismál að setja lýsandi ALT texta á ákveðnar myndir. Sá texti er lesinn upp þegar notendur nota skjálesara.
Við vinnum með tvær tegundir af myndum:
Myndir sem hafa upplýsingagildi - ALT texti þarf að útskýra það sem kemur fram á mynd.
Skrautmyndir (myndir sem hafa ekki upplýsingagildi) - sleppa ALT texta.
Góður ALT texti er stuttur, hnitmiðaður og skýr. ALT texti segir fólki hvað er á mynd en endurtekur ekki það sem stendur í texta á síðu.
Athugið að byrja ekki á „Mynd af ...“ Aðgengistól sjá um að upplýsa notendur að það sé mynd til staðar.
Description texti við myndir er ALT textasvæðið
Heiti myndar eða Title er aðeins notað til að aðgreina asset í Contentful, það heiti birtist ekki á vefnum.
Mikilvægt er að merkja myndir vel.Við setjum ALT texta myndanna í boxið Description.
Þú getur prófað virknina með því að láta skjáþuluna lesa síðuna.

Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?