Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vefstjóra: Setja inn mynd, skjöl eða form

Að vinna með asset í Contentful

Asset eru skrár sem hlaðið er upp í vefumsjónarkerfið svo sem myndir og skjöl. Skrárnar geta verið að ýmsum toga, til að mynda: pdf - png - jpg - xlsx - mp4 - pptx.

Þegar skrá er hlaðið upp verður til löng slóð sem hefst á: https://assets.ctfassets.net/.........
Þetta er „heimilisfang“ skrárinnar og þýðir að hún er komin „inn í kerfið“.

En það þarf að finna henni „heimavöll“ svo myndin eða skráin birtist á síðum inn á Ísland.is

Margar contentýpur geta tekið við Assets.
Kerfið stýrir því í gegnum Embed takkann hvers konar skrár er hægt að birta hvar.

Gott að muna þegar unnið er með Asset:

  • Gættu þess að hlaða skránni upp í bæði íslensku og ensku fieldin - annars mun asset-ið ekki birtast með ensku þýðingunni.

    Skráin verður að fara í bæði „hólfin“ - það íslenska og það enska.

    Asset

  • Gefðu Assett-inu skýrt og lýsandi heiti.
    Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir þig, ef þú þarft að finna þessa skrá síðar meir.
    Það er líka mikilvægt fyrir ytri leitarvélar eins og Google, og aðgengismál á vefnum. Skjáþulan sem sjónskertir notendur, og fleiri nýta sér, les heiti skránna.

    Dæmi um góð heiti (title)
    - Kynningarmynd fyrir vitunarvakninguna Tölum saman
    - Handbók um mannauðsmál sérnámslækna á Landspítala (júní 2024)
    - Félag geislafræðinga - launatafla - 1. apríl 2025
    - Myndband: Ertu í lagi eftir daginn?


    Dæmi um síður góð heiti:
    - Umsagnir-sgl danska
    - Ársskýrsla 2023
    - 2 Birkir Hallormsstaður (mars 2025)
    - Ölvir Músapóster loka

merki

Handbók vefstjóra

Ertu með ábendingu eða spurningu?