Handbók vefstjóra: Setja inn mynd, skjöl eða form
Hvernig skoða ég stærð mynda og skráa?
Það er mikilvægt að vita hversu „stór“ skráin er sem þú ætlar að birta, bæði vegna heppilegra gæða fyrir myndir og til að hlaða ekki upp of stórum skrám inn í vefumsjónarkerfið.
Auðveldasta leiðin til að sjá stærð á skrám áður en þú hleður henni upp er að
hægri-smella á hana og velja „Properties“, þá kemur upp gluggi þar sem þú sérð hversu „þung“ myndin er undir Size. Ef þú smellir á Details sérðu hversu stór hún er í pixlum og í hvaða upplausn.
Til dæmis hér þar sem myndin er í 72 punkta upplausn en stærðin er 3651x3207 pixlar.

Vefupplausn (screen resolution)
Er yfirleitt á bilinu 72–144 dpi (dots per inch).
Hentar fyrir: vefsíður, tölvuskjái, samfélagsmiðla, rafræn skjöl (PDF, PowerPoint).
Markmið: Hafa sem minnst skráarstærð með góðri gæðum – til að hlaðast hratt og líta vel út á skjám.
📌 Dæmi: Mynd sem er 1200 x 800 px og 72 ppi lítur vel út á skjá, en verður óskýr í prenti.
Prentupplausn (print resolution)
Er yfirleitt 300 dpi (dots per inch) eða meira.
Hentar fyrir: bæklinga, veggspjöld, tímarit - en ekki til birtingar á vef.
Markmið: Skýr og fínleg mynd án sýnilegra punkta þegar hún er prentuð.
Sjá dæmi um myndaskerpu í vefumsjónarkerfinu hér:
Hvernig minnka ég myndir eða skrár áður en ég hleð upp?
Það eru til ótal leiðir til þess að minnka myndir og skrár. Auðveldast er að exporta þeim í vefupplausn í gegnum viðkomandi forrit (sbr. Acrobat Pro, Powerpoint eða myndaforritið í 365 pakkanum). En það er líka hægt að minnka skrár í gegnum ýmsar síður:
Minnka pdf-skjöl:
https://smallpdf.com/compress-pdf
https://www.ilovepdf.com/compress_pdf
Minnka eða vinna með myndir:
https://tinywow.com/tools/image
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?