Útlendingastofnun: Staða umsókna, beiðni um gögn og afgreiðslugjald
Hvernig greiði ég fyrir flýtimeðferð dvalarleyfisumsóknar?
Útlendingastofnun mælir með því að þjónustugjald fyrir flýtimeðferð sé greitt á sama tíma og afgreiðslugjald fyrir dvalarleyfisumsókn. Samtals eru það 64.000 krónur.
Athugið að það er aðeins í boði að greiða fyrir flýtimeðferð þegar sótt er um dvalarleyfi vegna atvinnu.
Fyrir umsóknir sem lagðar eru inn á pappírsformi er nauðsynlegt að greiða með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókninni til staðfestingar. Leiðbeiningar fyrir greiðslu afgreiðslugjalds með millifærslu er að finna á síðunni Afgreiðslugjald.
Athugið að ekki skal greitt fyrir stafrænar umsóknir með millifærslu. Greiðsla fyrir slíkar umsóknir er framkvæmd í síðasta skrefi stafræna umsóknarferlisins.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?