Fara beint í efnið

Hver er gildistími vegabréfa?

Gildistími vegabréfa er tíu ár frá umsóknardegi en fimm ár fyrir börn yngri en 18 ára.

Ef vegabréf er týnt eða stolið og meira en eitt ár er eftir af gildistíma þess, fær nýja vegabréfið sama gildistíma og það sem glataðist. Ef minna en eitt ár er eftir af gildistíma, fær hið nýja vegabréf fullan gildistíma frá umsóknardegi.

Tilkynna skal stolið eða týnt vegabréf til Þjóðskrár.

Hér má sjá almennar upplýsingar um vegabréf.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?