Sýslumenn: Skírteini
Hvað tekur langan tíma að fá vegabréf?
Framleiðslutími vegabréfa er 6 virkir dagar (og er umsóknardagur ekki talinn með) frá því að umsókn berst. Sendingartími bætist við afhendingartíma vegabréfa sem sækja á úti á landi.
Hægt er að sækja tilbúin vegabréf til Þjóðskrár í Borgartúni 21.
Hægt er að sækja um flýtiafgreiðslu vegna útgáfu vegabréfs og geta verið afgreidd samdægurs, þó innan opnunartíma sýslumanna og Þjóðskrár. Sækja þarf til allar flýtiafgreiðslur á skrifstofu Þjóðskrár í Borgartúni 21. Ef annar en umsækjandi sækir þarf hann að hafa umboð þess efnis.
Einstaklingar sem búsettir eru erlendis geta fengið vegabréf send á uppgefið heimilisfang með rekjanlegum pósti.
Hér má finna almennar upplýsingar um vegabréf.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?