Vegabréf, umsókn og almennar upplýsingar
Athugið, til að hægt sé að forskrá á netinu þarf að vera með rafræn skilríki, þegar sótt er um fyrir barn þurfa báðir forsjáraðilar að vera með rafræn skilríki til að hægt sé að klára ferlið. Ljúka þarf ferlinu innan 7 daga.
Ekki hefja umsóknarferli fyrir barn ef aðeins annar forsjáraðili er með rafræn skilríki.
Einungis er hægt að sækja um á netinu ef minna en 6 mánuðir eru eftir af gildistíma vegabréfs. Í öðrum tilvikum þarf að fara beint til sýslumanns.
Umsóknarferli vegabréfa
Umsóknarferli vegabréfa er hjá sýslumönnum. Umsókn og framleiðsla vegabréfa er allt að 6 virkir dagar. Sendingartími bætist við afhendingartíma vegabréfa sem sækja á úti á landi.
Forskrá umsókn á Ísland.is
Mæta í myndatöku innan 30 daga með persónuskilríki á umsóknarstaði sýslumanna um land allt.
Sækja vegabréfið á valdan afhendingarstað
Íslendingar sem staddir eru erlendis og þurfa á vegabréfi að halda snúa sér til sendiráða eða ræðismanna Íslands.
Ef umsækjandi á ekki opinbert skilríki vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini þarf umsækjandi ásamt tveim vitundavottum að koma á umsóknarstað sýslumanns, fylla út sannvottun einstaklings og votta í viðurvist að umsækjandi sé sá sem hann segist vera. Vitundavottar þurfa að hafa meðferðis opinber skilríki, vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini.
Á Mínum síðum og í appi Ísland.is getur þú séð upplýsingar um vegabréfið þitt og barna undir 18 ára í þinni forsjá.
Börn undir 18 ára, samþykki útgáfu vegabréfs:
Börn undir 18 ára aldri fá útgefin eigin vegabréf, ef forsjáraðilar eru tveir þurfa báðir aðilar að veita samþykki um útgáfu þess. Samþykki beggja aðila er staðfest í forskráningu umsóknar um vegabréf. Forsjá barns er könnuð í ferlinu og þurfa báðir forsjáraðilar að klára umsóknarferlið til að veita samþykki fyrir útgáfunni áður en hægt er að mæta í myndatöku. Ef einn forsjáraðili fer með forsjá, þarf aðeins hans samþykki í forskráningu umsóknar.
Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki, vegabréfi, íslensku ökuskírteini eða nafnskírteini. á umsóknarstað.
Ef umsókn hefur verið forskráð og samþykkt af báðum forsjáraðilum er nóg að annar forsjáraðilinn mæti með barnið.
Umsækjandi þarf alltaf að koma í eigin persónu og framvísa persónuskilríki með mynd, ökuskírteini eða nafnskírteini, ef eldra vegabréf er glatað. Ef umsækjandi er barn undir 18 ára aldri þurfa forsjáraðilar að sýna skilríki. Ef samþykki vegna útgáfu vegabréfs liggur fyrir er nóg að annar forjáraðilinn mæti með barnið.
Myndataka fer fram á afgreiðslustöðum vegabréfa. Hægt er að bóka tíma í myndatöku á höfuðborgarsvæðinu, ekki þarf að bóka tíma á öðrum umsóknarstöðum. Heimilt er að nota stafræna mynd fullnægi hún settum skilyrðum, alltaf er tekin samanburðarmynd.
Vegabréf eru öruggustu ferðaskilríkin og nauðsynlegt að hafa þau meðferðis til útlanda
Útrunnið vegabréf er alltaf ógilt vegabréf.
Ekki er hægt að framlengja útrunnu vegabréfi – sækja þarf um nýtt.
Ef þú ert að fara út fyrir EES þarf vegabréfið að gilda í a.m.k. 6 mánuði fram yfir áætlaða heimkomu, innan EES þarf það það gilda í a.m.k. 3 mánuði.
Vegabréf eru einu persónuskilríkin sem tekin eru fullgild erlendis og því full ástæða til að hafa þau meðferðis.
Afhending
Hægt er að fá vegabréf afhent á þrjá vegu:
Sótt í afgreiðslu Þjóðskrár, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Opnunartími er frá 10-15 alla virka daga.
Sótt á umsóknarstað á sýsluskrifstofum um allt land
Erlendis í sendiráði eða ræðismanni.
Kostnaður við almenna afgreiðslu vegabréfa:
18–66 ára – 14.000 kr.
Börn, aldraðir, öryrkjar -6000 kr.
Hraðafgreiðsla:
18–66 ára – 28.000 kr.
Börn, aldraðir, öryrkjar – 12.000 kr.
Ef samþykki forsjáraðila berst ekki innan 7 daga þá rennur umsókn út og er endurgreidd sjálfkrafa til greiðanda.
Ef af einhverjum ástæðum er ekki mætt í myndatöku innan 30 daga, eða hætt er við umsókn að þeim tíma liðnum, þarf umsækjandi sjálfur að óska eftir endurgreiðslu á
Ef þú finnur ekki lausan tíma sem hentar í tímabókunarkerfi höfuðborgarsvæðisins getur þú mætt beint í afgreiðsluna í Hlíðarsmára 1.
Á öðrum afgreiðslustöðum er ekki hægt að bóka fyrirfram, bara mæta á staðinn.
Þjónustuaðili
Sýslumenn