Stolið eða týnt vegabréf
Vegabréf sem tilkynnt eru glötuð eru skráð inn í Schengen og Interpol upplýsingakerfin og eru þar með ónothæf. Tilkynna skal lögreglu, Þjóðskrá Íslands eða sendimönnum Íslands erlendis þegar í stað ef vegabréf glatast, og gera sérstaka grein fyrir afdrifum þess.
Athugið að einungis er hægt að tilkynna um sitt eigið vegabréf og þeirra barna sem tilkynnandi hefur forsjá yfir.