Sýslumenn: Skírteini
Hvernig sæki ég um meirapróf/aukin ökuréttindi og kerrupróf/BE?
Sækja þarf um meirapróf/aukin ökuréttindi á skrifstofu sýslumanns. Skila þarf umsókn fyrir hvert próf sem þú ætlar að taka ef umsóknir eru fylltar út annarstaðar en á skrifstofu sýslumanns má fylla út almennar upplýsingar en undirrita þarf umsóknina hjá sýslumanni.
Alltaf þarf að skila inn læknisvottorði frá heimilislækni (má ekki vera eldra en þriggja mánaða) þegar sótt er um meirapróf/aukin ökuréttindi (nema fyrir BE kerrupróf).
Velja þarf ökukennara og ökuskóla áður en þú skilar umsókninni.
Ef þú ætlar að taka nám til atvinnuréttinda þarftu að merkja við Ba, C1a, Ca, D1a eða Da. Hér má finna nánari upplýsingar um ökuréttindi í atvinnuskyni.
Greiða þarf 8600 kr. fyrir umsóknirnar og er gildistími þeirra 2 ár.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?