Fara beint í efnið

Hvaða gögn þarf ég að koma með til að endurnýja ökuskírteini?

Í vissum tilfellum þarf að skila inn passamynd. Það á við ef:

  • Ef mynd er of gömul og ekki gæðamerkt / mynd hefur verið skilað inn fyrir júní 2013

  • Mynd er ekki til í kerfi / skírteini af eldri gerð

  • Ef þú hefur breytt nafni

  • Ef þú hefur breytt kyni

Ef einhverri spurningu er svarað játandi í heilbrigðisyfirlýsingu þarf læknisvottorð frá heimilislækni eða viðeigandi sérfræðilækni.

Ef viðkomandi þarf að keyra með gleraugu eða linsur, hefur skerta sjón eða skert sjónsvið þarf læknisvottorð frá heimilislækni eða augnlækni.

Hér má sjá nánari upplýsingar um endurnýjun ökuskírteina og útgáfu fullnaðarskírteinis.

Hér má sjá nánari upplýsingar um endurnýjun ökuskírteina fyrir 65 ára og eldri.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?