Fara beint í efnið

Sækja um endurnýjun ökuskírteina - 65 ára og eldri

Umsókn um ökuskírteini

Á þessari síðu

Því miður er ekki hægt að gefa út ný plastökuskírteini fyrr en í febrúar 2025. Þangað til verður notast við stafræn ökuskírteini. Nánar um framleiðslu nýrra ökuskírteina.

Stafræn umsókn

Umsóknarferli

Allir þeir sem eru 65 ára eða eldri og eru ekki með aukin ökuréttindi / meirapróf geta sótt um stafrænt.

  • Ganga frá rafrænni umsókn sem er hægt að nálgast hér fyrir ofan.

  • Skila inn læknisvottorði (og mynd ef á við) til sýslumannsembættis (Athugið að ökuskírteini verður ekki pantað fyrr en læknisvottorði er skilað).

    • Ef að ekki þarf að skila mynd getur aðstandandi eða annar aðili skilað inn læknisvottorði fyrir hönd umsækjanda.

    • Ef að þarf að skila mynd þarf umsækjandi að mæta sjálfur og skila rithandarsýni.

Gögnunum er skilað inn til skrifstofu sýslumanns sem kannar hvort skilyrði til endurnýjunar ökuskírteinis eru fyrir hendi

Ef meira en 2 ár líða frá því að ökuréttindi renna úr gildi þarf viðkomandi að taka próf í aksturshæfni áður en réttindin fást endurnýjuð.

Kostnaður  

Endurnýjun ökuskírteinis fyrir 65 ára og eldri kostar 1.800 krónur.

Gildistími ökuskírteina fyrir einstaklinga 65 ára og eldri:

Aldur umsækjanda

Gildistími

65 til 69 ára

5 ár

70 ára

4 ár

71 árs

3 ár

72 ára - 79 ára

2 ár

80 ára eða eldri

1 ár

Læknisvottorð

Heimilislæknir athugar meðal annars sjón, heyrn, hreyfigetu og annað sem getur haft áhrif á aksturshæfni. Sú staða getur komið upp að læknir vilji ráðfæra sig við annað fagfólk eða telji ekki rétt að endurnýja ökuskírteinið.

Takmörkun ökuréttinda

Ökuskírteini má gefa út til styttri tíma en fram kemur hér á undan. Það má líka takmarka ökuréttindi við ökutæki af sérstakri gerð eða með sérstökum búnaði, ef nauðsyn krefur til að auka öryggi í akstri. Takmörkunin kemur þá fram á ökuskírteini með sérstakri tákntölu. 

Umsókn um ökuskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15