Fara beint í efnið

Endurnýjun ökuskírteina

Endurnýjun ökuskírteinis

Því miður er ekki hægt að gefa út ný plastökuskírteini fyrr en í febrúar 2025. Þangað til verður notast við stafræn ökuskírteini. Nánar um framleiðslu nýrra ökuskírteina.

Umsókn um endurnýjun ökuskírteinis við lok gildistíma má afhenda sýslumanni, óháð því hvar umsækjandi er með lögheimili á Íslandi.

Endurnýja má ökuskírteini að loknum gildistíma þess, fullnægi umsækjandi enn skilyrðum til að fá ökuskírteini útgefið. Sá sem sækir um endurnýjun ökuskírteinis, þegar liðin eru meira en tvö ár frá því að gildistími ökuskírteinisins rann út, skal gangast undir próf í aksturshæfni.

Í vissum tilfellum þarf að skila inn passamynd. Þurfi umsækjandi að nota gleraugu eða linsur við akstur eða eigi við annan heilsufarsvanda að stríða sem getur haft áhrif á akstur þarf að skila læknisvottorði frá heimilislækni. 

Kostnaður

Endurnýjun ökuskírteinis kostar 8.600 krónur.

Skilyrði

  • Ökumaður hafi ekki verið sviptur ökuréttindum

  • Sé umsækjandi með eldri útgáfu af ökuskírteini þarf nýja passamynd

  • Við endurnýjun meiraprófs þarf ávallt að skila inn læknisvottorði

  • Vera með fasta búsetu á Íslandi

Umsóknarferli

Fylla þarf út umsókn um endurnýjun ökuskírteinis og skila á skrifstofu sýslumanns.

Endurnýjun meiraprófs án atvinnuréttinda

Hægt er að endurnýja meirapróf án þess að sækja endurmenntunarnámskeið. Hafi umsækjandi ekki sótt endurmenntunarnámskeið, fær viðkomandi ekki tákntölu atvinnuréttinda í ökuskírteinið sitt en heldur meiraprófsréttindum sínum.

Endurnýjun meiraprófs með atvinnuréttindum

Sækja skal endurmenntunarnámskeið áður en sótt er um endurnýjun ökuskírteinis í D1- og D-flokk til farþegaflutninga í atvinnuskyni og fyrir C1- og C-flokk til vöruflutninga í atvinnuskyni.

Endurnýjun ökuskírteinis

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Ábyrgðaraðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15