Fara beint í efnið

Týnt eða stolið ökuskírteini - samrit

Umsókn um samrit ökuskírteinis

Ekki skal sækja um samrit ef stutt er í endurnýjun. Þá þarf að fara í endurnýjunarferli.

Umsóknarferlið

Umsækjandi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og staðfestir að eldra ökuskírteini sé týnt eða stolið. Ef mynd er gæðamerkt í ökuskírteinaskrá birtist hún í umsóknarferlinu ásamt undirskrift. Fara þarf vel yfir því ef umsækjandi hefur breytt nafni síðan síðasta ökuskírteini var framleitt eða ef mynd er of gömul þarf að skila inn umsókn á pappír til sýslumanns ásamt nýrri passamynd og veita nýja undirritun. Passamyndin þarf að vera á ljósmyndapappír í stærðinni 35x45 mm, með einlitum bakgrunn.

Týnt/glatað ökuskírteini

Ef ökuskírteini týnist, eða er svo illa farið að áritun, númer, stimpilmerki, ljósmynd og þess háttar sjáist illa, skal sækja um samrit ökuskírteinis ef ætlunin er að nota plastkortið áfram t.d. ef á að nota ökuskírteini erlendis þá þarf alltaf að hafa plastkortið meðferðis. Finnist týnt ökuskírteini, skal það afhent sýslumanni eða lögreglu.

Erlend ökuskírteini

Ekki er hægt að sækja um stafrænt ef um erlent skírteini er að ræða. Ef ökuskírteini frá EES landi hefur glatast eða verið stolið þá þarf að tilkynna það fyrst til lögreglu og koma með staðfestingu þess efnis þegar sótt er um á skrifstofu sýslumanns og fær viðkomandi útgefið samrit þegar ökuréttindi viðkomandi hafa fengist staðfest frá útgáfulandi.



  





Umsókn um samrit ökuskírteinis

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Ábyrgðaraðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15