Þú getur sótt um nýtt nafnskírteini fyrir þig og einstaklinga í þinni forsjá á vef sýslumanna. Í umsókninni forskráir þú upplýsingar og þarft svo aðeins að mæta í myndatöku hjá embætti sýslumanna til að hægt sé að gefa nafnskírteinið út.
Gefnar eru út tvær (2) tegundir af nafnskírteinum.
Nafnskírteini sem er ferðskilríki innan EES.
Nafnskírteini sem er ekki ferðaskilríki.
Nánari upplýsingar um muninn á þessum tegundum er að finna á vef Þjóðskrár.
Skilyrði
Almenn skilyrði sem gilda um báðar tegundir:
Að sótt sé um fyrir íslenskan ríkisborgara
Að gildistími núverandi nafnskírteinis sé minni en 9 mánuðir. Annars þarf að sækja um hjá sýslumanni.
Að þú sért með rafræn skilríki.
Ef umsækjandi á ekki opinbert skilríki: vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini þarf umsækjandi ásamt tveim vitundavottum að koma á umsóknarstað sýslumanns, fylla út sannvottun einstaklings og votta í viðurvist að
umsækjandi sé sá sem hann segist vera. Vitundavottar þurfa að hafa meðferðis opinber skilríki; vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini.
Skilyrði fyrir nafnskírteini sem er ferðskilríki:
Fullorðnir (18 ára og eldri) geta sótt um ferðaskilríki fyrir sig sjálfa og börn sem eru í þeirra forsjá
Skilyrði fyrir nafnskírteini sem er ekki ferðaskilríki:
Einstaklingar sem eru 13 ára og eldri geta sjálfir sótt um nafnskírteini sem er ekki ferðaskilríki án aðkomu forsjáraðila.
Umsóknarferli
1. Forskrá umsókn og greiða kostnað
Ef um barn er að ræða sækir annar forsjáaðili um nafnskírteinið og greiðir. Hinn aðilinn fær sjálfkrafa beiðni um að samþykkja umsóknina. Samþykkið þarf að berast innan 30 daga, annars rennur umsókn út og þarf að sækja um endurgreiðslu.
Börn hafa 30 daga til að koma í myndatöku, aðrir hafa 90 daga.
2. Mæta í myndatöku
Mæta þarf í myndatöku innan 90 daga á umsóknarstaði sýslumanna um land allt. Hægt er að bóka tíma á höfuðborgarsvæðinu.
Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki, eldra vegabréfi, íslensku ökuskírteini eða nafnskírteini
Nóg er að annar forsjáraðili mæti með barni undir 18 ára. Forsjáraðili þarf að sýna skilríki. Ef þriðji aðili kemur með barninu þarf hann að framvísa umboði.
Ekki er hægt að forskrá umsókn ef meira en 9 mánuðir eru eftir af gildistíma eldra nafnskírteini.
Afhending og afgreiðslutími
Umsókn og framleiðsla nafnskírteinis er allt að 6 virkir dagar. Sendingartími bætist við afhendingartíma fyrir umsækjendur á landsbyggðinni.
Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki, eldra vegabréfi, íslensku ökuskírteini eða nafnskírteini þegar nafnskírteini er sótt
Nóg er að annar forsjáraðili mæti með barni undir 18 ára. Forsjáraðili þarf að sýna skilríki. Ef þriðji aðili kemur með barninu þarf hann að framvísa umboði.
Hægt er að fá nafnskírteini afhent á fjóra vegu:
Sótt í Hagkaup í Skeifunni. Opið er allan sólarhringinn. Verður að sækja innan 7 daga frá því að skírteini berst.
Sótt í afgreiðslu Þjóðskrár, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Opnunartími er frá 10-15 alla virka daga.
Sótt á umsóknarstað á sýsluskrifstofum um allt land
Erlendis í sendiráði eða ræðismanni.
Þegar nafnskírteini barna eru sótt þarf forsjáraðili að sýna skilríki. Börn þurfa ekki að koma með. Ef þriðji aðili sækir þarf hann að framvísa umboði.
Kostnaður
Almenn afgreiðsla nafnskírteina:
18 til 66 ára: 9.200 krónur.
Börn, aldraðir, öryrkjar: 4.600 krónur.
Hraðafgreiðsla:
18 til 66 ára: 18.400 krónur.
Börn, aldraðir, öryrkjar: 9.200 krónur.
Endurgreiðsla:
Ef ekki er mætt í myndatöku innan 90 daga, eða hætt er við umsókn að þeim tíma liðnum, þarf umsækjandi sjálfur að óska eftir endurgreiðslu á endurgreidsla@island.is, þar sem fram þarf að koma nafn, kennitala og skjáskot af kvittun.
Sótt um fyrir barn
Skilyrði fyrir nafnskírteini sem er ekki ferðaskilríki:
Einstaklingar sem eru 13 ára og eldri geta sjálfir sótt um nafnskírteini sem er ekki ferðaskilríki án aðkomu forsjáraðila.
Börn yngri en 13 ára
Börn 13 ára og eldri
Þjónustuaðili
SýslumennTengd stofnun
Þjóðskrá