Fara beint í efnið

Framleiðsla ökuskírteina færist til Íslands – afhendingartími ökuskírteina styttist

11. september 2024

Ökuskírteini framhlið

Framleiðsla ökuskírteina færist til Íslands í byrjun árs 2025. Ökuskírteini íslendinga hafa verið framleidd í Ungverjalandi í rúman áratug. Góð breyting fyrir Íslendinga sem hafa ökuréttindi þar sem afhendingartími plastökuskírteina mun fara úr því að vera nú um 3 vikur í að verða innan við vika.

Aðilar sem hafa íslensk ökuréttindi fá stafrænt ökuskírteini sitt aðgengileg í síma að lokinni umsókn, í síðasta lagi næsta virka dag.

Þann tíma sem unnið er að færslu á framleiðslu ökuskírteina til Íslands, fram í janúar 2025, nýtum við stafrænu ökuskírteinin okkar. Því miður er ekki hægt að framleiða plastökuskírteini fyrr en að lokinni þróun og innleiðingu framleiðslu

ökuskírteina á Íslandi. Plastfilmur sem þarf til að framleiða ökuskírteinin eru sérframleiddar með öryggisstöðlum, innkaup og þróunarferill tekur tíma sem allt er gert til að lágmarka.

Viðskiptavinir vinna alltaf mjög vel með sýslumönnum í breytingum og sýna jákvæðri þróunarvinnu skilning. Við finnum þegar fyrir þessu við upphaf þessara breytinga. Þetta er tímabundin staða sem fær jákvæðan endi í byrjun árs 2025 þegar afhendingartími plastökuskírteina verður afar stuttur

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15