Fara beint í efnið

Hvaða gögn þarf að hafa til að sækja um stæðiskort (P-kort)?

Stæðiskort er hægt að sækja um í gegn um Ísland.is með rafrænum skilríkjum.
Til að sækja um, bæði fyrir fyrstu umsókn og endurnýjun þarf:

  • Læknisvottorð vegna stæðiskorts sem læknir skilar inn rafrænt.

  • Passamynd af umsækjanda. Ef sótt er um rafrænt er hægt að nota mynd úr ökuskírteinaskrá eða hlaða upp nýrri mynd.

Ef sótt er um fyrir barn, sækir forsjáraðili um með sínu skilríki og velur það barn sem á við. Alltaf þarf að hlaða inn mynd af barni.

Ekkert gjald er tekið fyrir útgáfu stæðiskorts.

Hér má finna nánari upplýsingar og umsókn fyrir p-kort; stæðiskort fyrir hreyfihamlaða.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?