Fara beint í efnið

Þurfa báðir forsjáraðilar að samþykkja útgáfu vegabréfs fyrir barns undir 18 ára?

Þegar sótt er um vegabréf fyrir barn undir 18 ára þurfa ávallt báðir forsjáraðilar að samþykkja útgáfu vegabréfsins. Ef einn forsjáraðili er skráður með forsjá, nægir hans samþykki fyrir útgáfu á vegabréfsins.

Samþykki útgáfu vegabréfs fyrir barn undir 18 ára er veitt í gegnum stafræna umsókn eða með því að fylla út eyðublað hjá sýslumanni, þá þurfa báðir forsjáraðilar að mæta á staðinn og skrifa undir eyðublaðið vegna samþykkis útgáfu vegabréfs barns. Ef samþykki er veitt utan skrifstofu sýslumanns, þurfa tveir vitundavottar að votta undirskrift forsjáraðila á eyðublaðið.

Þegar komið er með barn í myndatöku þurfa forsjáraðilar í öllum tilvikum að framvísa löggildu skilríki (vegabréfi, íslensku ökuskírteini eða nafnskírteini) ef barnið hefur áður fengið útgefið vegabréf þarf einnig að framvísa því á umsóknarstað.

Hér má sjá nánari upplýsingar um útgáfu vegabréfa barna undir 18 ára.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?