Tækniþróunarsjóður
Tækniþróunarsjóður
Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Hann heyrir undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Sjá nánar um hlutverk og áherslur sjóðsins.
Tækniþróunarsjóður býður upp á fjóra flokka fyrirtækjastyrkja; Fræ/Þróunarfræ, Sproti, Vöxtur og Markaðsstyrkur. Hver styrkur er sniðinn að mismunandi þróunarstigi verkefna og fyrirtækja.
Einnig eru í boði einkaleyfastyrkir og styrkir til hagnýtra rannsóknarverkefna innan háskóla og rannsóknastofnana (gjarnan í samstarfi við fyrirtæki).
Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.
Styrkir sem Tækniþróunarsjóður veitir
Tækniþróunarsjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Fyrirtækjastyrkur Sproti
Styrkur til ungra nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla til að styðja við verkefni á byrjunarstigi. Umsóknum er skilað í tveimur þrepum.
05.08.2025 - 15.09.2025
Frestur var til 15. september 2025
Nýsköpun, Rannsóknir, Innlent
Tækniþróunarsjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Fyrirtækjastyrkur Markaður
Markaðsstyrkur til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem fást við rannsóknir og þróun. Styrkjum er skipt í tvo flokka eftir ólíkum stigum í undirbúningi afurðar á markað.
05.08.2025 - 15.09.2025
Frestur var til 15. september 2025
Nýsköpun, Rannsóknir, Innlent
Tækniþróunarsjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Fyrirtækjastyrkur Vöxtur
Styrkir vegna þróunarverkefna sem eru komin af frumstigi hugmyndar.
05.08.2025 - 15.09.2025
Frestur var til 15. september 2025
Nýsköpun, Rannsóknir, Innlent
Tækniþróunarsjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Fyrirtækjastyrkur Fræ/Þróunarfræ
Styrkir til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga. Fræ er undirbúningsstyrkur fyrir verkefni á hugmyndastigi og Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur samvinnuverkefna um þróun.
Opið er allt árið
Nýsköpun, Innlent
Tækniþróunarsjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Einkaleyfastyrkur
Styrkir vegna undirbúnings og umsóknar um einkaleyfi, bæði vegna forgangsréttar og umsóknar í alþjóðlegu ferli.
Opið er allt árið
Nýsköpun, Innlent
Tækniþróunarsjóður
Rannsóknamiðstöð Íslands
Hagnýt rannsóknarverkefni
Öflun nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjungar eða endurbætur tengdar vörum, verkferlum eða þjónustu.
20.12.2021 - 07.03.2022
Frestur var til 07. mars 2022
Nýsköpun, Rannsóknir, Innlent