Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tækniþróunarsjóður

Fyrir styrkþega Tækniþróunarsjóðs

Þau sem hljóta styrk þurfa að skila skýrslum um framvindu verkefnis eins og hér segir (sjá neðar sérreglur styrkjaflokka ef við á).

Skýrslur eru rafrænar (frá og með 2023) og skráningarform skýrslna eru aðgengileg á Mínum síðum Rannís.

  • Skila þarf inn framvinduskýrslu eftir 6 mánuði frá upphafi verkefnisársins þar sem gerð er grein fyrir framgangi verkefnisins. 

  • Við lok verkefnisársins skal skila inn áfangaskýrslu þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi verkefnið. Áfangaskýrsla er umsókn um framhaldsstuðning sé upphaflega sótt um stuðning til lengri tíma en eins árs. 

  • Ef verkefnisárið er lokaár verkefnisins skal skila inn lokaskýrslu. (Sjá upplýsingar um lokaskýrslu Fræ/Þróunarfræ hér fyrir neðan).

  • Með áfanga- og lokaskýrslum skal skila inn verk- og kostnaðarbókhaldi ásamt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins þegar það á við.

Fyrirtækjastyrkur Fræ/Þróunarfræ

  • Skila þarf inn lokaskýrslu eigi síðar en 12 mánuðum frá úthlutun. 

Einkaleyfisstyrkur

  • Ekki er gerð krafa um skýrsluskil í þessum styrkjaflokki.

Tækniþróunarsjóður

Hafðu samband

Símanúmer Rannís: +354 515 5800

taeknithrounarsjodur@rannis.is

Síma­tímar starfs­fólks

Mánudaga til fimmtudaga milli kl. 10-12 í síma 515 5800

Hlut­verk Rannís

Rannís fer með umsýslu rannsóknarsjóðanna