Tækniþróunarsjóður
Yfirlit styrkjaflokka
Hér er stuttur samanburður á þeim styrkjum sem Tækniþróunarsjóður veitir.
Nánari lýsingar opnast á Styrkjatorgi. Sjá einnig leiðbeiningar vegna umsókna.
Einkaleyfastyrkur
Tegund verkefna: Undirbúningur og innlögn vegna forgangsréttarumsóknar og/eða alþjóðlegrar umsóknar
Markhópur: Háskólar, stofnanir, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar
Lengd verkefnis: Staðfesting gildir í 1 ár
Hámarksstyrkur: 600 þ.kr. vegna forgangsréttarumsóknar / 1,4 m.kr. vegna alþjóðlegrar umsóknar
Mótframlag: 50%
Markaðskostnaður: 0%
Telst ekki minniháttar aðstoð*
Lesa nánar um einkaleyfastyrki á Styrkjatorgi
Hagnýt rannsóknarverkefni
Tegund verkefna: Öflun nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.
Markhópur: Háskólar, opinberar rannsóknastofnanir og opinber hlutafélög
Lengd verkefnis: 1-3 ár
Hámarksstyrkur: 3 x 15 m.kr.
Mótframlag: 20-25% samkvæmt regluhandbók
(Ef um er að ræða meðumsækjendur, þá þurfa þeir einnig að uppfylla reglur ESA um mótframlag, sem er 20-25% af viðurkenndum kostnaði fyrirtækisins við verkefnið)
Markaðskostnaður: 0%
Telst ekki minniháttar aðstoð*
Lesa nánar um hagnýt rannsóknarverkefni á Styrkjatorgi
Fyrirtækjastyrkur Fræ / Þróunarfræ
Tegund verkefna: Hugmynd eða verkefni á frumstigi
Markhópur: Fyrirtæki, 5 ára eða yngri og einstaklingar
Lengd verkefnis: 12 mánuðir
Hámarksstyrkur: 2 m.kr.
Mótframlag: 0%
Markaðskostnaður: 0%
Telst minniháttar aðstoð*
Lesa nánar um Fræ/Þróunarfræ á Styrkjatorgi
Fyrirtækjastyrkur Markaður
Tegund verkefna: Markaðssetning tengd þróunarverkefni
Markhópur: Lítil og meðalstór fyrirtæki og að lágmarki 10% R&Þ af veltu og eða efnahagsreikningi
Lengd verkefnis: 1 ár
Hámarksstyrkur: 10 m.kr.
Mótframlag: 50%
R&Þ kostnaður: 0%
Telst minniháttar aðstoð*
Lesa nánar um Markað á Styrkjatorgi
Fyrirtækjastyrkur Sproti
Tegund verkefna: Þróunarverkefni á frumstigi
Markhópur: Fyrirtæki, 5 ára eða yngri
Lengd verkefnis: 2 ár
Hámarksstyrkur: 2 x 10 m.kr.
Mótframlag: 0%
Markaðskostnaður: 10%
Telst minniháttar aðstoð*
Lesa nánar um Sprota á Styrkjatorgi
Fyrirtækjastyrkur Vöxtur
Tegund verkefna: Verkefni komin af frumstigi hugmyndar
Markhópur: Lítil og meðalstór fyrirtæki
Lengd verkefnis: 2 ár
Hámarksstyrkur: 2 x 25 m.kr.
Mótframlag: Í samræmi við reglur ESA um opinberan stuðning til fyrirtækja
Markaðskostnaður: 20%
Telst ekki minniháttar aðstoð*
Lesa nánar um fyrirtækjastyrk Vöxt á Styrkjatorgi
* Í þeim styrkjum Tækniþróunarsjóðs sem falla undir minniháttar aðstoð lýsa styrkþegar því yfir að þeir hafi ekki á síðastliðnum tveimur reikningsárum auk yfirstandandi reikningsárs, fengið styrki frá opinberum aðilum sem teljast til minniháttar aðstoðar, sem nema hærri upphæð en 300.000 evrum að meðtöldum þeim styrk sem sótt er um.