Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Staða

Lokað fyrir umsóknir

Frestur var til 15. september 2025

Umsóknartímabil

05.08.2025 - 15.09.2025

Styrkjaflokkun

Nýsköpun, Rannsóknir, Innlent

Tegund

Fjármögnun

Þjónustuaðili

Rannsóknamið­stöð Íslands

Fyrirtækjastyrkur Vöxtur

Styrkir vegna þróunarverkefna sem eru komin af frumstigi hugmyndar.

Staða

Lokað fyrir umsóknir

Frestur var til 15. september 2025

Umsóknartímabil

05.08.2025 - 15.09.2025

Styrkjaflokkun

Nýsköpun, Rannsóknir, Innlent

Tegund

Fjármögnun

Fyrirtækjastyrkur Vöxtur

Lokað fyrir umsóknir / Frestur var til 15. september 2025

  • Vöxtur er ætlaður til að styrkja verkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar.

  • Verkefni í þessum flokki eru fyrst og fremst rannsókna- og þróunarverkefni.

  • Hámarksstyrkur í Vexti getur numið allt að 50 milljónum króna samanlagt á tveimur árum, þó ekki meira en 25 milljónir króna á fyrra ári.

  • Bókfærður kostnaður við verkefnið þarf að lágmarki að vera jafn hár styrkupphæð sem veitt er til verkefnisins.

Hverjir geta sótt um?

Aðalumsækjandi getur eingöngu verið lítið eða meðalstórt fyrirtæki.

Meðumsækjendur í umsókn geta verið fyrirtæki (lítil, meðalstór og stór), háskólar, rannsóknastofnanir eða opinberar stofnanir/hlutafélög.

Gerð er mismunandi krafa um mótframlag umsækjenda af heildarkostnaði við verkefnið eftir stærð fyrirtækis, tegund umsækjanda og tegund verkefnis, sjá reglur um styrkinn. Í umsókn þarf að tilgreina hvernig mótframlagi verði háttað.

Sjá nánar um kröfur í reglum Tækniþróunarsjóðs.

Hvernig er sótt um?

Umsóknum er skilað gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Með umsókn þarf að skila tveimur skjölum; verkefnislýsingu og skjali með útreikningum varðandi kostnað og tekjur.

Umsækjendur eru hvattir til að gera raunhæfa verk-, tíma- og kostnaðaráætlun þannig að hún standist að mestu leyti ef gengið er til samninga um verkefnið.

Umsækjendum er bent á að leyfilegt er að sækja um styrk í Markað samhliða Vexti og að styrkþegar mega vera með styrk í Vexti og Markaði á sama tíma.

Svör við spurningum

  • Sendið fyrirspurnir til Tækniþróunarsjóðs: taeknithrounarsjodur@rannis.is

  • Símatímar starfsfólks eru mánudaga til fimmtudaga milli kl. 10-12 í síma 515 580

Sjá nánar:

Í boði er hjálparskjal til að auðvelda gerð kostnaðaráætlunar. Skjalið sem slíkt er ekki sent inn með umsókn, en tölur úr því þarf að skrá á viðeigandi staði í umsókn á seinna þrepi (liðir 3.2 og 3.3).  Umsækjendur sem ekki hafa aðgang að Microsoft Office geta opnað skjalið í OneDrive.

Þjónustuaðili

Rannsóknamið­stöð Íslands