Sjóður
Tækniþróunarsjóður
Staða
Lokað fyrir umsóknir
Frestur var til 15. september 2025
Umsóknartímabil
05.08.2025 - 15.09.2025
Styrkjaflokkun
Nýsköpun, Rannsóknir, Innlent
Tegund
Fjármögnun
Þjónustuaðili
Rannsóknamiðstöð Íslands
Fyrirtækjastyrkur Vöxtur
Styrkir vegna þróunarverkefna sem eru komin af frumstigi hugmyndar.
Sjóður
Tækniþróunarsjóður
Staða
Lokað fyrir umsóknir
Frestur var til 15. september 2025
Umsóknartímabil
05.08.2025 - 15.09.2025
Styrkjaflokkun
Nýsköpun, Rannsóknir, Innlent
Tegund
Fjármögnun
Fyrirtækjastyrkur Vöxtur
Lokað fyrir umsóknir / Frestur var til 15. september 2025
Vöxtur er ætlaður til að styrkja verkefni sem eru komin af frumstigi hugmyndar.
Verkefni í þessum flokki eru fyrst og fremst rannsókna- og þróunarverkefni.
Hámarksstyrkur í Vexti getur numið allt að 50 milljónum króna samanlagt á tveimur árum, þó ekki meira en 25 milljónir króna á fyrra ári.
Bókfærður kostnaður við verkefnið þarf að lágmarki að vera jafn hár styrkupphæð sem veitt er til verkefnisins.
Hverjir geta sótt um?
Aðalumsækjandi getur eingöngu verið lítið eða meðalstórt fyrirtæki.
Meðumsækjendur í umsókn geta verið fyrirtæki (lítil, meðalstór og stór), háskólar, rannsóknastofnanir eða opinberar stofnanir/hlutafélög.
Gerð er mismunandi krafa um mótframlag umsækjenda af heildarkostnaði við verkefnið eftir stærð fyrirtækis, tegund umsækjanda og tegund verkefnis, sjá reglur um styrkinn. Í umsókn þarf að tilgreina hvernig mótframlagi verði háttað.
Sjá nánar um kröfur í reglum Tækniþróunarsjóðs.
Hvernig er sótt um?
Umsóknum er skilað gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Með umsókn þarf að skila tveimur skjölum; verkefnislýsingu og skjali með útreikningum varðandi kostnað og tekjur.
Umsækjendur eru hvattir til að gera raunhæfa verk-, tíma- og kostnaðaráætlun þannig að hún standist að mestu leyti ef gengið er til samninga um verkefnið.
Umsækjendum er bent á að leyfilegt er að sækja um styrk í Markað samhliða Vexti og að styrkþegar mega vera með styrk í Vexti og Markaði á sama tíma.
Svör við spurningum
Sendið fyrirspurnir til Tækniþróunarsjóðs: taeknithrounarsjodur@rannis.is
Símatímar starfsfólks eru mánudaga til fimmtudaga milli kl. 10-12 í síma 515 580
Sjá nánar:
Leiðbeiningar og reglur Tækniþróunarsjóðs
Um matsferli og skýrsluskil hjá Tækniþróunarsjóði
Í boði er hjálparskjal til að auðvelda gerð kostnaðaráætlunar. Skjalið sem slíkt er ekki sent inn með umsókn, en tölur úr því þarf að skrá á viðeigandi staði í umsókn á seinna þrepi (liðir 3.2 og 3.3). Umsækjendur sem ekki hafa aðgang að Microsoft Office geta opnað skjalið í OneDrive.
Þjónustuaðili