Tækniþróunarsjóður
Um Tækniþróunarsjóð
Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Hann starfar samkvæmt lögum um Tækniþróunarsjóð, nr. 26/2021.
Sérstakar áherslur:
Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og nýsköpunarráðs.
Starf sjóðsins á að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hraða uppbyggingu þekkingar- og hátæknistarfsemi.
Tækniþróunarsjóður heyrir undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um Tækniþróunarsjóð, nr. 26/2021.
Tækniþróunarsjóður er samkeppnissjóður. Umsóknir eru metnar af fagráði sem leggur til ráðgefandi álit um styrkveitingu til stjórnar sjóðsins. Stjórn Tækniþróunarsjóðs tekur endanlega ákvörðun um úthlutun.
Styrkir
Tækniþróunarsjóður býður upp á fjóra flokka fyrirtækjastyrkja; Fræ/Þróunarfræ, Sproti, Vöxtur og Markaðsstyrkur. Hver styrkur er sniðinn að mismunandi þróunarstigi verkefna og fyrirtækja.
Einnig eru í boði einkaleyfastyrkir og styrkir til hagnýtra rannsóknarverkefna innan háskóla og rannsóknastofnana (gjarnan í samstarfi við fyrirtæki).